Erlent

Rúss­neskar her­sveitir yfir­gefa Kasakstan á næstu dögum

Atli Ísleifsson skrifar
Um 10 þúsund manns voru handteknir í mótmælunum í Kasakstan.
Um 10 þúsund manns voru handteknir í mótmælunum í Kasakstan. AP

Rússnesku hersveitirnar sem aðstoðuðu stjórnvöld í Kasakstan að bæla niður mótmælaöldu þar í landi í síðustu viku, munu yfirgefa landið á ný á næstu dögum.

Kassym-Jomart Tokajev, forseti Kasakstans, greindi þingi landsins frá þessu fyrr í dag.

Forsetinn segir að hersveitirnar muni hefja brottför sína eftir tvo daga og munu alveg hafa yfirgefið Kasakstan eftir tólf daga, að því er segir í frétt Reuters.

Hersveitirnar, sem eru á vegum öryggisbandalagsins CSTO, komu til Kasakstans eftir að stjórnvöld þar í landi óskuðu eftir aðstoð vegna umfangsmikilla mótmæla víða um land sem hófust vegna hækkandi eldsneytisverðs.

Um 10 þúsund manns voru handteknir í mótmælunum og létust 164 manns í átökum lögreglu og mótmælenda. Kveikt var í nokkrum fjölda opinberra bygginga í mótmælunum.


Tengdar fréttir

Barnið í bráðri hættu í öðru landi þar sem yfirvöld hafa slökkt á netinu

Barn frá Kastakstan er talið vera í bráðri hættu í heimalandi sínu á meðan foreldrar þess bíða upp á von og óvon á Íslandi eftir ákvörðun sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu. Barnið er hjá frænku sinni á meðan sýslumaðurinn neitar að flýta meðferð málsins. Enginn veit hvernig eldfimt ástandið þróast í Kasakstan á næstu dögum.

Pútín hampar sigri í Kasakstan

Vladimír Pútín Rússlandsforseti lýsti yfir sigri í morgun eftir að rússneska hernum tókst að berja niður mikil mótmæli í Kasakstan. Hann segir uppreisnarseggina njóta stuðnings erlendra hryðjuverkahópa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×