Körfubolti

Bikarmeistarar ekki krýndir í næstu viku vegna smitbylgjunnar

Sindri Sverrisson skrifar
Njarðvíkingar verða handhafar bikarmeistaratitilsins að minnsta kosti tveimur mánuðum lengur en til stóð.
Njarðvíkingar verða handhafar bikarmeistaratitilsins að minnsta kosti tveimur mánuðum lengur en til stóð. vísir/hulda margrét

Stjórn KKÍ hefur ákveðið að fresta undanúrslitum og úrslitaleikjum VÍS-bikarsins í körfubolta um rúma tvo mánuði vegna kórónuveirusmitbylgjunnar sem gengur yfir landið.

Leikirnir áttu að fara fram í næstu viku en hafa verið færðir til 16.-20. mars að tillögu mótanefndar KKÍ.

„Þetta er gert í ljósi fjölda einstaklinga í sóttkví og einangrun, en sú smitbylgja sem nú gengur yfir hefur þegar haft talsverð áhrif á mótahaldið, en hundruðir einstaklinga eru þátttakendur í VÍS bikarvikunni,“ segir í tilkynningu frá KKÍ.

Undanfarið hefur fjölda leikja í Subway-deildum karla og kvenna verið frestað vegna kórónuveirusmita í herbúðum liða. Einn leikur er þó enn á dagskrá í Subway-deild kvenna í kvöld, á milli Grindavíkur og Vals, og fjórir leikir á dagskrá í Subway-deild karla næstu tvo daga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×