Innherji

Farið yfir sigurvegara Viðskiptaverðlauna Innherja

Ritstjórn Innherja skrifar
Viðskiptaverðlaun Innherja 2021 voru afhent á Fullveldishátíð atvinnulífsins nýlega.
Viðskiptaverðlaun Innherja 2021 voru afhent á Fullveldishátíð atvinnulífsins nýlega. María Kjartansdóttir

Viðskiptaverðlaun Innherja voru haldin nýlega og af því tilefni mættu Hörður Ægisson og Ólöf Skaftadóttir, sem fara fyrir Innherja, í sérstakan aukaþátt Þjóðmála um verðlaunin.

Í þættinum, þar sem Gísli Freyr Valdórsson heldur um stjórnartaumana, var farið yfir sigurvegara, tilnefningar og rökstuðning dómnefndar fyrir vali á vinningshöfum.

Innherji og Þjóðmál kynntu nýlega fyrirætlanir sínar um samstarf, en Þjóðmál verður framvegis hægt að nálgast á nýrri hlaðvarpsveitu Sýnar sem ber nafnið Tal. Auk þess er hlaðvarpið aðgengilegt á öllum helstu hlaðvarpsveitum og öllum aðgengilegt án endurgjalds.

Viðskiptaverðlaun Innherja voru veitt í fimm flokkum, auk aðalverðlauna fyrir viðskipti ársins. 

Þá var viðskiptamaður ársins útnefndur og sérstök heiðursverðlaun íslensks atvinnulífs afhent. 


Innherji er nýr sjálfstæður áskriftarmiðill innan Vísis sem mun einkum beina kastljósinu að viðskiptalífinu, efnahagsmálum og stjórnmálum. Fyrst um sinn verður efnið endurgjaldslaust og aðgengilegt öllum á Vísi en með tímanum verður einungis hægt að nálgast Innherja gegn greiðslu. Áhersla er lögð á vandaðar fréttir, fréttaskýringar, viðtöl og hlaðvörp auk þess sem Innherja er ætlaður að vera vettvangur skoðanaskipta fólks úr atvinnulífinu og stjórnmálum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×