Erlent

Biden fær að skylda starfs­­fólk í bólu­­setningu

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, telur ráðstöfunina lífsnauðsynlega.
Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, telur ráðstöfunina lífsnauðsynlega. AP

Alríkisdómstóll í Bandaríkjunum hafa nú kveðið á um að Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, verði heimilt að skylda starfsmenn stærri fyrirtækja í bólusetningu gegn kórónuveirunni. Ákvörðunin gæti haft áhrif á um 84 milljónir manna.

Óvíst er hvenær fyrirhuguð skyldubólusetning mun koma til með að taka gildi en heilbrigðisyfirvöld þar í landi segja ráðstöfunina mikilvæga til að stemma stigu við útbreiðslu ómíkron-afbrigðisins. Áður var fyrirhugað að láta breytingarnar taka gildi snemma á næsta ári.

„Þetta er sérstaklega mikilvæg ráðstöfun í ljósi þess að Bandaríkin standa frammi fyrir bráðsmitandi ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar. Það er lífsnauðsynlegt að við höldum áfram að auka kröfur um bólusetningu fyrir starfsfólk í ljósi aðstæðna,“ segir í yfirlýsingu frá Hvíta húsinu.

Ríkissaksóknarar í flokki Repúblíkana í Bandaríkjunum hafa lýst því yfir að þeir hyggjast ekki sætta sig við niðurstöðu alríkisdómstólsins og að til standi að áfrýja. Fréttaveitan AP News greinir frá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×