Innlent

Hreinn ráðinn að­stoðar­maður Jóns

Atli Ísleifsson skrifar
Hreinn Loftsson.
Hreinn Loftsson. Stjórnarráðið

Hreinn Loftsson hefur verið ráðinn aðstoðarmaður Jóns Gunnarssonar innanríkisráðherra. Hann var aðstoðarmaður Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra í síðustu ríkisstjórn.

Í tilkynningu á vef stjórnarráðsins segir að hreinn hafi lokið laganámi frá Háskóla Íslands árið 1983, verið við framhaldsnám í Oxford 1984-85 og öðlaðist réttindi til málflutnings fyrir héraðsdómstólum árið 1988 og Hæstarétti árið 1993. 

„Hann á að baki fjölbreyttan feril í lögmennsku, atvinnulífi, stjórnsýslu og sem aðstoðarmaður ráðherra í viðskipta-, utanríkis- og samgönguráðuneytunum á árunum 1983-1988, forsætisráðuneytinu árin 1991-1992 og dómsmálaráðuneytinu árin 2019-2021. 

Hann var sjálfstætt starfandi lögmaður á árunum 1988 til ársins 1991 og frá árinu 1992 til ársins 2019. Hreinn hefur setið í stjórnum fjölmargra fyrirtækja og átt sæti í ýmsum stjórnum og nefndum, auk starfs á vettvangi stjórnmála.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×