Innlent

Heimatilbúin sprengja fannst í Mánatúni

Kjartan Kjartansson og Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifa
Sérsveitarmaður lögreglu. Myndin er úr safni og tengist efni fréttarinnar ekki með beinum hætti.
Sérsveitarmaður lögreglu. Myndin er úr safni og tengist efni fréttarinnar ekki með beinum hætti. Vísir/Vilhelm

Torkennilegur hlutur sem fannst í ruslagámi í Mánatúni í Reykjavík var heimatilbúin sprengja samkvæmt heimildum Vísis. Þrír voru handteknir í aðgerðum sérsveitar lögreglu þar í nótt.

Lögregla hefur ekki veitt frekari upplýsingar um málið en sem komu fram í fáorðri tilkynningu í dag. Þar sagði að sérsveitin hefði verið kölluð út eftir að grunsamlegur hlutur fannst í ruslagámi í Mánatúni. Þrír hafi verið handteknir á fjórða tímanum í nótt.

Fréttablaðið greindi frá því í kvöld að sendiherrabústaður Bandaríkjanna væri í næsta húsi við gáminn en ekki liggi fyrir hvort að sprengjan sem fannst í honum hefði verið ætluð sendiherranum eða sendiráðinu.

Rannsókn málsins var sögð á frumstigi í dag.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×