Erdogan heldur striki þrátt fyrir efnahagsvandræði Samúel Karl Ólason skrifar 26. nóvember 2021 12:55 Tyrkir kaupa í matinn í Istanbul. EPA/ERDEM SAHIN Ríkisstjórn Recep Tayyip Erdogans, forseta Tyrklands, ætlar að halda áfram að lækka stýrivexti. Það er þrátt fyrir að líran, gjaldmiðill Tyrklands, hafi tapað stórum hluta verðmætis síns að undanförnu og verðbólga hefur hækkað mjög. Það sem af er þessu ári hefur virði lírunnar rýrnað um allt að 45 prósent, samkvæmt frétt Reuters fréttaveitunnar. Þá nálgast verðbólga tuttugu prósent. Fréttaveitan segir stjórnarandstæðinga kalla eftir kosningum, sem að óbreyttu eiga að fara fram árið 2023, og gagnrýna Erdogan fyrir að valda efnahagskrísu. Þá segja hagfræðingar að stefna ríkisstjórnarinnar sé gáleysisleg. Í frétt Financial Times segir að framfærslukostnaður Tyrkja hafi hækkað verulega og hirðuleysi ráðamanna hafi leitt til mikillar reiði. Tyrkir flytja inn mikið af matvælum og lækkandi verðmæti lírunnar hefur leitt til þess að matur kostar meira. Einn þingmaður úr flokki Erdogans ráðlagði fólki til að mynda að takast á við efnahagsvandræðin með því að einfaldlega borða minna. „Segjum sem dæmi að við eðlilegar kringumstæður borðum við eitt eða tvö kíló af kjöti í mánuði. Borðum hálft kíló,“ sagði Zulfu Demirbag, þingmaður á þriðjudaginn. Þann dag féll líran um fimmtán prósent gagnvart Bandaríkjadal. „Ef við kaupum tvö kíló af tómötum, kaupum bara tvo tómata.“ Erdogan hefur gefið í skyn að hafa tekið markvissa ákvörðun um að draga úr virði lírunnar, því það opni á meiri fjárfestingar og framleiðslu. Sérfræðingur sem FT ræddi við segir að ef komi til mótmæla í Tyrklandi vegna ástandsins sé Erdogan, sem hefur ítrekað verið sakaður um einræðistilburði á undanförnum árum, líklegur til að bregðast við af hörku. Tyrkland Mest lesið Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Viðskipti erlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Tekjur jukust um helming milli ára Viðskipti innlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Það sem af er þessu ári hefur virði lírunnar rýrnað um allt að 45 prósent, samkvæmt frétt Reuters fréttaveitunnar. Þá nálgast verðbólga tuttugu prósent. Fréttaveitan segir stjórnarandstæðinga kalla eftir kosningum, sem að óbreyttu eiga að fara fram árið 2023, og gagnrýna Erdogan fyrir að valda efnahagskrísu. Þá segja hagfræðingar að stefna ríkisstjórnarinnar sé gáleysisleg. Í frétt Financial Times segir að framfærslukostnaður Tyrkja hafi hækkað verulega og hirðuleysi ráðamanna hafi leitt til mikillar reiði. Tyrkir flytja inn mikið af matvælum og lækkandi verðmæti lírunnar hefur leitt til þess að matur kostar meira. Einn þingmaður úr flokki Erdogans ráðlagði fólki til að mynda að takast á við efnahagsvandræðin með því að einfaldlega borða minna. „Segjum sem dæmi að við eðlilegar kringumstæður borðum við eitt eða tvö kíló af kjöti í mánuði. Borðum hálft kíló,“ sagði Zulfu Demirbag, þingmaður á þriðjudaginn. Þann dag féll líran um fimmtán prósent gagnvart Bandaríkjadal. „Ef við kaupum tvö kíló af tómötum, kaupum bara tvo tómata.“ Erdogan hefur gefið í skyn að hafa tekið markvissa ákvörðun um að draga úr virði lírunnar, því það opni á meiri fjárfestingar og framleiðslu. Sérfræðingur sem FT ræddi við segir að ef komi til mótmæla í Tyrklandi vegna ástandsins sé Erdogan, sem hefur ítrekað verið sakaður um einræðistilburði á undanförnum árum, líklegur til að bregðast við af hörku.
Tyrkland Mest lesið Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Viðskipti erlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Tekjur jukust um helming milli ára Viðskipti innlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira