Neytendur

Baguette með skinku og osti komið aftur á mat­seðilinn hjá Icelandair

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Ferðafólk getur nú gætt sér aftur á dýrindis skinku og osta baguette um borð í flugvélum Icelandair.
Ferðafólk getur nú gætt sér aftur á dýrindis skinku og osta baguette um borð í flugvélum Icelandair. Vísir

Eftir þriggja ára hlé er baguette með skinku og osti loks komið aftur á matseðilinn hjá Icelandair. Þreyttir ferðalangar geta því glaðst að nýju og notið þessa sívinsæla réttar þegar þeir eru á ferðalagi með flugfélaginu. 

Íslenskt Twitter-samfélag fór nærri á hliðina fyrir rúmum þremur árum síðan þegar það var tilkynnt að baguette með skinku og osti yrði ekki lengur fáanlegt í flugvélum Icelandair. 

Baguette-ið er nú komið aftur á seðilinn í allri sinni dýrð og geta viðskiptavinir flugfélagsins glaðst yfir því. Byrjað var að bera samlokuna fram í flugvélum í morgun. 

Einar Þór Einarsson, sem er yfir flugeldhúsinu hjá Icelandair, segir í samtali við fréttastofu að tekin hafi verið ákvörðun um að bæta þessum vinsæla rétti aftur á matseðilinn vegna hvatningu viðskiptavina.

„Þetta var eitt það vinsælasta í flugunum þannig að þetta er fagnaðarefni hjá flugþjónunum að þetta sé komið aftur,“ segir Einar. 

„Við erum í raun bara að hlusta á það sem viðskiptavinir okkar eru að kalla eftir, þeir söknuðu baguette-sins mikið. Við fundum fyrir mikilli hvatningu,“ segir Einar. 

Matseðillinn tekur reglulega breytingum. Auk baguett-sins er hægt að fá samloku dagsins, hafragraut, pizzu, tapas box og íslenska kjötsúpu, auk vegan-útgáfu súpunnar, í flugvélum Icelandair. 

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.