Innlent

Notast við „bólu­setningar­strætó“ til að ná til óbólu­settra

Atli Ísleifsson skrifar
Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segist vilja beita öllum ráðum til að veita fólki tækifæri til að komast í bólusetningu gegn Covid-19.
Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segist vilja beita öllum ráðum til að veita fólki tækifæri til að komast í bólusetningu gegn Covid-19. Vísir/Egill

Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins hyggst notast við sérstakan strætisvagn í yfirstandandi bólusetningarátaki. Öllum ráðum skuli beitt til að veita fólki tækifæri til að komast í bólusetningu og að ná til óbólusettra.

Þetta segir Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, í samtali við Fréttablaðið í morgun, en sérstakt bólusetningarátak vagna faraldurs kórónuveirunnar hófst á mánudaginn.

Bólusetningarstrætó verður ekið um götur höfuðborgarsvæðisins og fólki þar boðin bólusetning. Vagninn verður staðsettur á nokkrum stöðum á höfuðborgarsvæðinu á mismunandi tímum. Segir Óskar að verkefnið sé enn í þróun, en að hugsanlegt sé að vagninn yrði til dæmis staðsettur fyrir utan vinnustaði eða við verslunarmiðstöðvar.

Stjórnvöld gera ráð fyrir að boða um 160 þúsund manns um land allt í örvunarbólusetningu fyrir áramót.


Tengdar fréttir

Þúsundir streyma í þriðju sprautuna í Laugardalshöll

Bólusetningarátak hófst í Laugardalshöll í morgun og mun fyrsti hluti átaksins standa yfir næstu fjórar vikurnar eða til 8. desember. Þau sem nú hafa fengið boð eru þau sem fyrst fengu bólusetningu í vor, 60 ára og eldri og fólk með undirliggjandi sjúkdóma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×