Erlent

Tíu nú látnir af völdum Co­vid-19 í Fær­eyjum

Atli Ísleifsson skrifar
Frá Klaksvik í Færeyjum.
Frá Klaksvik í Færeyjum. Vísir/Vilhelm

Tíu hafa nú látist af völdum Covid-19 í Færeyjum frá upphafi heimsfaraldursins. Færeysk heilbrigðisyfirvöld greindu frá því í gær að tveir hafi látist af völdum Covid-19 á sunnudag.

Fjöldi daglegra smita hefur lækkað í Færeyjum síðustu daga, en á sunnudaginn greindust alls 27 manns.

Rúmlega fjögur hundruð eru nú í einangrun í Færeyjum og þá eru fimm inniliggjandi á sjúkrahúsi vegna Covid-19. Enginn er þó á gjörgæslu.

Frá upphafi faraldursins hafa tæplega þrjú þúsund greinst með kórónuveiruna í Færeyjum.

Þróun faraldursins í Færeyjum síðan í sumar.Korona.fo



Fleiri fréttir

Sjá meira


×