Erlent

Biden sækir G20-fund og hittir páfann fyrir loftslagsráðstefnuna

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Joe og Jill Biden lentu í Róm í morgun.
Joe og Jill Biden lentu í Róm í morgun. epa/Evan Vucci

Joe Biden Bandaríkjaforseti er kominn til Evrópu þar sem hann verður viðstaddur tvo fundi á næstu dögum. Forsetinn byrjar í Róm þar sem G20 ríkin hittast til að ræða skattamál og þá mun hann hitta Frans Páfa í Vatíkaninu en Biden er aðeins annar kaþólikkinn í sögu Bandaríkjanna sem sest á forsetastól.

Síðan fer hann til Skotlands þar sem loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna fer fram. 

Forsetinn ætlar að reyna að sannfæra fólk um að Bandaríkjamenn séu nú heilshugar með í baráttunni við loftslagsvánna eftir stjórnartíð Donalds Trump, sem dró úr allri slíkri þáttöku með skipulögðum hætti. 

Þó er óljóst hvaða stuðning forsetinn hefur heima fyrir því aðgðerðapakki hans upp á 2,7 billjónir dollara hefur ekki verið samþykktur af Bandaríkjaþingi, meðal annars vegna andstöðu þingmanna demókrataflokksins sem vilja fá aðra pakka samþykkta samtímis er varða fæðingarorlof, frítt háskólanám og hátekjuskatt á hina ofurríku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×