Veður

Gular við­varanir vegna komandi storms á Suður­landi

Atli Ísleifsson skrifar
Gular viðvaranir taka gildi um miðjan dag á morgun.
Gular viðvaranir taka gildi um miðjan dag á morgun. Veðurstofan

Veðurstofan hefur gefið út gular viðvaranir á Suðurlandi, Suðausturlandi og Miðhálendi vegna stormsins sem skellur á landið á morgun.

Á vef Veðurstofunnar segir að von sé á austan eða norðaustan 18 til 25 metrum á sekúndu með hvössum vindhviðum, 35 til 40 metrum í Öræfum og undir Eyjafjöllum. Geti slíkt verið varasamt fyrir ökutæki sem taka á sig mikinn vind.

Viðvaranir morgundagsins:

  • Suðurland. Austan og norðaustan stormur. Frá 11 til 20.
  • Suðausturland. Austan og norðaustan stormur. Frá 12 til 20.
  • Miðhálendið. Norðaustan hvassviðri eða stormur og snjókoma. Frá 13 til 23:30.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×