Erlent

Hraðpróf nóg fyrir bólusetta sem ferðast til Englands

Kjartan Kjartansson skrifar
Hraðpróf til að greina kórónuveirusmit.
Hraðpróf til að greina kórónuveirusmit. Vísir/EPA

Ekki verður lengur krafist að erlendir ferðamenn sem eru fullbólusettir taki svonefnt PCR-próf eftir komuna til Englands frá og með 24. október. Ferðalöngum dugar að taka hraðpróf innan tveggja daga eftir komuna.

Breytingin á við fullbólusetta ferðalanga frá löndum sem eru ekki á rauðum lista vegna kórónuveirufaraldursins og eru með viðurkennda bólusetningaráætlun. Þær eiga því við fyrir bólusetta Íslendinga.

Hraðprófin eru ódýrari og fljótlegri en PCR-prófin. Ferðalangar geta tekið prófið fyrir eða á öðrum degi veru sinnar í Englandi, að því er segir í frétt The Guardian.

Breska heilbrigðisráðuneytið segir að hægt verði að byrja að bóka prófin frá og með 22. október og að farþegar verði að senda inn mynd til að staðfesta niðurstöðu hraðprófsins eins fljótt og hægt er. Þeir sem greinast smitaðir þurfa að fara í sóttkví og fara í PCR-próf.

Flugfarþegar geta bókað hraðpróf sem þeir geta tekið við komuna á sumum flugvöllum í Bretlandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×