Erlent

Fá Nóbels­verð­laun fyrir þróun ó­sam­hverfra líf­rænna efna­hvata

Atli Ísleifsson skrifar
Benjamin List og David W.C. MacMillan eru nýir handhafar Nóbelsverðlauna í efnafræði.
Benjamin List og David W.C. MacMillan eru nýir handhafar Nóbelsverðlauna í efnafræði. Nóbelsverðlaunin

Þjóðverjinn Benjamin List og Bandaríkjamaðurinn David W.C. MacMillan fengu í morgun Nóbelsverðlaunin í efnafræði fyrir þróun  á ósamhverfum lífrænum efnahvötum (e. assymetric organocatalysis).

Frá þessu var greint á fréttamannafundi Nóbelsnefndarinnar í Stokkhólmi í morgun. Þróunin er sögð hafa verið mjög mikilvæg fyrir hina flóknu list að smíða sameindir.

Hinn 53 ára List er forstöðumaður Max-Planck-Institut für Kohlenforschung í Þýskalandi. David W.C. MacMillan, 53 ára, starfar sem prófessor við Princeton-háskóla í Bandaríkjunum.

Greint var frá nýjum handhöfum Nóbelsverðlauna í lífefna- og læknisfræði á mánudaginn og í eðlisfræði í gær. Á morgun verður greint frá nýjum handhafa bókmenntaverðlauna Nóbels.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×