Viðskipti innlent

HBO Max kemur til Íslands á næsta ári

Samúel Karl Ólason skrifar
HBO_Max_Map

Streymisveita HBO, HBO Max, verður opnuð víða um Evrópu í þessum mánuði. Hér á Íslandi og í nokkrum öðrum löndum verður streymisveitan þó ekki opnuð fyrr en á næsta ári.

HBO Max verður fyrst opnuð í Svíþjóð, Noregi, Finnlandi, Danmörku, Spáni og Andorra þann 26. október. Á næsta ári verður streymisveitan opnuð víðar um Evrópu, og þar á meðal á Íslandi.

Opnun streymisveitunnar var tilkynnt á stafrænum viðburði í morgun.

HBO birti einnig í morgun fyrstu stikluna úr þáttunum House of the Dragon, sem gerast í söguheimi Game of Thrones.

Sjá einnig: HBO birtir fyrstu stiklu House of the Dragon

Horfa má á kynningu HBO Max frá því í morgun hér að neðan.

Auk þess að innihalda efni frá HBO verða kvikmyndir og þættir Warner Bros, DC og Cartoon Network aðgengilegt á streymisveitunni.

„Frá Singin‘ in the Rain, til Matrix, Game of Thrones til Mare of Easttown, The Flight Attendant til Gossip Girl, Superman til Jókersins og Bugs Bunny til Scooby Doo, þá bjóðum við svo sannarlega upp á eitthvað fyrir hvern aðila fjölskyldunnar,“ er haft eftir Johannes Larcher, yfirmanni alþjóðadeildar HBO Max í áðurnefndri tilkynningu.

Ekki fylgir tilkynningunni hvað áskrift að HBO Max mun kosta á Íslandi. Í tilkynningunni segir að hægt verði að kaupa árs áskrift sem kosti á við átta staka mánuði. Sú áskrift samsvari um sex evrum á mánuði á Spáni og í Finnlandi. Það samsvarar um 900 krónum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×