Innlent

Hraðpróf á Hlíð neikvæð

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Íbúar sem eru í sóttkví fara í PCR-próf á morgun.
Íbúar sem eru í sóttkví fara í PCR-próf á morgun. Vísir/Tryggvi

Hraðpróf sem íbúar í sóttkví á Hlíð, hjúkrunarheimili Heilsuverndar á Akureyri, hafa farið í um helgina hafa hingað til verið neikvæð. Íbúarnir fara í PCR-próf á morgun og verður sóttkví aflétt hjá þeim sem fá neikvætt svar þar.

Þetta segir Bryndís Björg Þórhallsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar á Hlíð, í samtali við fréttastofu. Nokkrir íbúar þar fóru í sóttkví eða smitgát ásamt nokkrum starfsmönnum eftir að Covid-19 smit greindist hjá einum starfsmanni síðdegis á föstudaginn.

Lokað hefur verið fyrir heimsóknir á Furu- og Víðihlíð þangað til á morgun hið minnsta, eða þangað til niðurstöður PCR-prófa liggur fyrir á morgun.

Smituðum hefur farið fjölgandi á Akureyri undanfarna daga en alls voru 65 í einangrun í bænum í gær og nokkur hundruð í sóttkví. Stór hluti þeirra sem greinst hefur með Covid-19 á Akureyri síðustu daga er á aldursbilinu átta til tólf ára.


Tengdar fréttir

Íbúar á Hlíð í sóttkví

Íbúar á einu heimili Heilsuverndar hjúkrunarheimila á Hlíð á Akureyri eru nú komnir í sóttkví eða smitgát ásamt nokkrum starfsmönnum vegna smits sem greindist hjá einum starfsmanni seinni partinn í gær, föstudag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×