Neytendur

Banna sölu á kertum sem brenna ó­eðli­lega og geta valdið neista­flugi og eld­strókum

Atli Ísleifsson skrifar
Kerti Premier Decorations Ltd hafa verið til sölu í verslunum Samkaupa.
Kerti Premier Decorations Ltd hafa verið til sölu í verslunum Samkaupa. Neytendastofa

Neytendastofa hefur bannað sölu og afhendingu á gylltum og rauðgylltum kertum frá framleiðandanum Premier Decorations Ltd. sem seld voru í verslunum Samkaup.

Á vef Neytendastofu segir að borist hafi ábending um óeðlilegan bruna í kertunum af því að húðun kertanna væri svo þykk að þau brenni óeðlilega. 

„Við bruna kertanna hafi orðið neistaflug og eldstrókur myndast auk þess sem kertavax spýttist út frá einhverjum kertanna. Því óskaði Neytendastofa eftir upplýsingum frá Samkaupum um hvort kertin uppfylltu viðeigandi kröfur um öryggi þeirra. Stofnuninni bárust ekki fullnægjandi gögn.

Í ljósi þess var það niðurstaða stofnunarinnar að Samkaup hafi ekki tekist að sýna fram á öryggi kertanna og varan því ekki örugg. Taldi stofnunin þar af leiðandi nauðsynlegt að banna alla sölu og afhendingu kertanna,“ segir í tilkynningunni.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×