Innlent

Lögreglan rannsakar andlát í Sky Lagoon

Birgir Olgeirsson skrifar
Frá Sky Lagoon á Kársnesi í Kópavogi.
Frá Sky Lagoon á Kársnesi í Kópavogi. Vísir/Vilhelm

Rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefur til skoðunar andlát sem varð í Sky Lagoon á Kársnesi í Kópavogi á sjöunda tímanum í gærkvöldi. 

Samkvæmt heimildum fréttastofu lést gestur Sky Lagoon, en einhverjir gestir lónsins urðu vitni að miklum viðbúnaði lögreglu- og sjúkraflutningamanna á staðnum síðdegis í gær. 

Grímur Grímsson, sem er yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, staðfestir í samtali við fréttastofu að andlátið sé til rannsóknar. Verið sé að ræða við vitni og fara yfir gögn málsins. 

Grímur vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið, en tekur fram að ekki sé grunur um refsiverða háttsemi. 

Von er á tilkynningu frá lögreglu síðar í dag. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×