Innlent

Þrjátíu og tveimur bjargað úr rútu sem festist

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Rútan festist í ánni.
Rútan festist í ánni. Landsbjörg

Fyrr í dag voru björgunarsveitir á Suðurlandi kallaðar út að Akstaðaá á Þórsmerkurleið.

Rúta með 32 manns um borð sat föst í ánni og gekk björgunarsveitarfólki vel að ferja farþegana í land sem voru síðan sóttir af annarri rútu, að því er segir í tilkynningu frá Landsbjörg.

Þegar búið var að bjarga fólkinu var rútunni komið í land til að koma í veg fyrir mengunarslys.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×