Segja málningarauglýsingar Múrbúðarinnar ekki villandi eftir kvörtun Húsasmiðjunnar Atli Ísleifsson skrifar 9. september 2021 07:00 Borið var saman málningarverð á Íslandi og Danmörku í auglýsingu Múrbúðarinnar sem var efni umkvörtunarinnar. Neytendastofa hyggst ekki grípa til aðgerða eftir kvörtun Húsasmiðjunnar vegna auglýsingar Múrbúðarinnar þar sem verð á málningu sem var til sölu í Múrbúðinni var borið saman við verð á annarri málningu í sölu í Danmörku og hjá Húsasmiðjunni á Íslandi. Í umræddri auglýsingu Múrbúðarinnar, sem birt var á Facebook, var verið auglýsa Colorex Vagans 7 málningu og verð borið saman við verð á Lady Vegg 10 málningu sem er í sölu í Húsasmiðjunni. Í ákvörðun Neytendastofu kemur fram að það hafi verið mat Húsasmiðjunnar að auglýsing Múrbúðarinnar og þær fullyrðingar sem þar hafi komið fram væru villandi og að um ólögmæta samanburðarauglýsingu væri að ræða. Þá hafi Húsasmiðjan talið að auglýsingin bryti í bága við fyrri ákvörðun Neytendastofu þar sem Múrbúðinni hafði verið bannað að stunda ákveðna viðskiptahætti, einnig eftir kvörtun frá Húsasmiðjunni. Í því máli hafði Neytendastofa fallist á rök Húsasmiðjunnar um að Múrbúðin hafi verið með villandi samanburðarauglýsingar á Facebook-síðu sinni þar sem verð á málningu var borinn saman. „Verð á málningu beggja verslana hér á landi væri borið saman við verð á málningu erlendis með almennum hætti án skýringa og án þess að fram kæmi hvaða lönd hafi verið átt við með „í útlöndum“. Af gögnum málsins var ráðið að borið væri saman verð í mismunandi löndum sem talið var villandi gagnvart neytendum,“ sagði um ákvörðun Neytendastofu sem birt var í febrúar síðastliðinn. Ekki villandi samanburður Í svörum Múrbúðarinnar vegna kvörtunar Húsasmiðjunnar nú kom fram að kvörtun Húsasmiðjunnar væri hafnað og að það væri mat félagsins að auglýsingin uppfyllti öll skilyrði laga, bæði um samanburð á verði hér á landi og í Danmörku. „Neytendastofa komst að þeirri niðurstöðu að samanburðurinn væri ekki villandi eða óréttmætur enda skýrt tekið fram í auglýsingunni að borið sé saman verð í Danmörku annars vegar og á Íslandi hins vegar. Auk þess taldi Neytendastofa að um sambærilegar vörur væri að ræða, þ.e. vörurnar fullnægi sömu þörfum og séu staðgönguvörur við hvor aðra.“ Neytendastofa féllst því ekki á að Múrbúðin hafi brotið gegn fyrri ákvörðun Neytendastofu og telur því ekki vera tilefni til aðgerða af hálfu stofnunarinnar í málinu. Auglýsinga- og markaðsmál Neytendur Mest lesið Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Hvar er opið um páskana? Spotify liggur niðri Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Tvö apótek sögðu pass við verðlagseftirlitið Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Rangt að plástrarnir geti læknað sjúkleika eða röskun á líffærastarfsemi Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Sjá meira
Í umræddri auglýsingu Múrbúðarinnar, sem birt var á Facebook, var verið auglýsa Colorex Vagans 7 málningu og verð borið saman við verð á Lady Vegg 10 málningu sem er í sölu í Húsasmiðjunni. Í ákvörðun Neytendastofu kemur fram að það hafi verið mat Húsasmiðjunnar að auglýsing Múrbúðarinnar og þær fullyrðingar sem þar hafi komið fram væru villandi og að um ólögmæta samanburðarauglýsingu væri að ræða. Þá hafi Húsasmiðjan talið að auglýsingin bryti í bága við fyrri ákvörðun Neytendastofu þar sem Múrbúðinni hafði verið bannað að stunda ákveðna viðskiptahætti, einnig eftir kvörtun frá Húsasmiðjunni. Í því máli hafði Neytendastofa fallist á rök Húsasmiðjunnar um að Múrbúðin hafi verið með villandi samanburðarauglýsingar á Facebook-síðu sinni þar sem verð á málningu var borinn saman. „Verð á málningu beggja verslana hér á landi væri borið saman við verð á málningu erlendis með almennum hætti án skýringa og án þess að fram kæmi hvaða lönd hafi verið átt við með „í útlöndum“. Af gögnum málsins var ráðið að borið væri saman verð í mismunandi löndum sem talið var villandi gagnvart neytendum,“ sagði um ákvörðun Neytendastofu sem birt var í febrúar síðastliðinn. Ekki villandi samanburður Í svörum Múrbúðarinnar vegna kvörtunar Húsasmiðjunnar nú kom fram að kvörtun Húsasmiðjunnar væri hafnað og að það væri mat félagsins að auglýsingin uppfyllti öll skilyrði laga, bæði um samanburð á verði hér á landi og í Danmörku. „Neytendastofa komst að þeirri niðurstöðu að samanburðurinn væri ekki villandi eða óréttmætur enda skýrt tekið fram í auglýsingunni að borið sé saman verð í Danmörku annars vegar og á Íslandi hins vegar. Auk þess taldi Neytendastofa að um sambærilegar vörur væri að ræða, þ.e. vörurnar fullnægi sömu þörfum og séu staðgönguvörur við hvor aðra.“ Neytendastofa féllst því ekki á að Múrbúðin hafi brotið gegn fyrri ákvörðun Neytendastofu og telur því ekki vera tilefni til aðgerða af hálfu stofnunarinnar í málinu.
Auglýsinga- og markaðsmál Neytendur Mest lesið Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Hvar er opið um páskana? Spotify liggur niðri Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Tvö apótek sögðu pass við verðlagseftirlitið Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Rangt að plástrarnir geti læknað sjúkleika eða röskun á líffærastarfsemi Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Sjá meira