Segja málningarauglýsingar Múrbúðarinnar ekki villandi eftir kvörtun Húsasmiðjunnar Atli Ísleifsson skrifar 9. september 2021 07:00 Borið var saman málningarverð á Íslandi og Danmörku í auglýsingu Múrbúðarinnar sem var efni umkvörtunarinnar. Neytendastofa hyggst ekki grípa til aðgerða eftir kvörtun Húsasmiðjunnar vegna auglýsingar Múrbúðarinnar þar sem verð á málningu sem var til sölu í Múrbúðinni var borið saman við verð á annarri málningu í sölu í Danmörku og hjá Húsasmiðjunni á Íslandi. Í umræddri auglýsingu Múrbúðarinnar, sem birt var á Facebook, var verið auglýsa Colorex Vagans 7 málningu og verð borið saman við verð á Lady Vegg 10 málningu sem er í sölu í Húsasmiðjunni. Í ákvörðun Neytendastofu kemur fram að það hafi verið mat Húsasmiðjunnar að auglýsing Múrbúðarinnar og þær fullyrðingar sem þar hafi komið fram væru villandi og að um ólögmæta samanburðarauglýsingu væri að ræða. Þá hafi Húsasmiðjan talið að auglýsingin bryti í bága við fyrri ákvörðun Neytendastofu þar sem Múrbúðinni hafði verið bannað að stunda ákveðna viðskiptahætti, einnig eftir kvörtun frá Húsasmiðjunni. Í því máli hafði Neytendastofa fallist á rök Húsasmiðjunnar um að Múrbúðin hafi verið með villandi samanburðarauglýsingar á Facebook-síðu sinni þar sem verð á málningu var borinn saman. „Verð á málningu beggja verslana hér á landi væri borið saman við verð á málningu erlendis með almennum hætti án skýringa og án þess að fram kæmi hvaða lönd hafi verið átt við með „í útlöndum“. Af gögnum málsins var ráðið að borið væri saman verð í mismunandi löndum sem talið var villandi gagnvart neytendum,“ sagði um ákvörðun Neytendastofu sem birt var í febrúar síðastliðinn. Ekki villandi samanburður Í svörum Múrbúðarinnar vegna kvörtunar Húsasmiðjunnar nú kom fram að kvörtun Húsasmiðjunnar væri hafnað og að það væri mat félagsins að auglýsingin uppfyllti öll skilyrði laga, bæði um samanburð á verði hér á landi og í Danmörku. „Neytendastofa komst að þeirri niðurstöðu að samanburðurinn væri ekki villandi eða óréttmætur enda skýrt tekið fram í auglýsingunni að borið sé saman verð í Danmörku annars vegar og á Íslandi hins vegar. Auk þess taldi Neytendastofa að um sambærilegar vörur væri að ræða, þ.e. vörurnar fullnægi sömu þörfum og séu staðgönguvörur við hvor aðra.“ Neytendastofa féllst því ekki á að Múrbúðin hafi brotið gegn fyrri ákvörðun Neytendastofu og telur því ekki vera tilefni til aðgerða af hálfu stofnunarinnar í málinu. Auglýsinga- og markaðsmál Neytendur Mest lesið Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Vara við eggjum í kleinuhringjum Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur „Þær eru bara of dýrar“ Skamma og banna Play að blekkja neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Kaffi heldur áfram að hækka í verði Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Sjá meira
Í umræddri auglýsingu Múrbúðarinnar, sem birt var á Facebook, var verið auglýsa Colorex Vagans 7 málningu og verð borið saman við verð á Lady Vegg 10 málningu sem er í sölu í Húsasmiðjunni. Í ákvörðun Neytendastofu kemur fram að það hafi verið mat Húsasmiðjunnar að auglýsing Múrbúðarinnar og þær fullyrðingar sem þar hafi komið fram væru villandi og að um ólögmæta samanburðarauglýsingu væri að ræða. Þá hafi Húsasmiðjan talið að auglýsingin bryti í bága við fyrri ákvörðun Neytendastofu þar sem Múrbúðinni hafði verið bannað að stunda ákveðna viðskiptahætti, einnig eftir kvörtun frá Húsasmiðjunni. Í því máli hafði Neytendastofa fallist á rök Húsasmiðjunnar um að Múrbúðin hafi verið með villandi samanburðarauglýsingar á Facebook-síðu sinni þar sem verð á málningu var borinn saman. „Verð á málningu beggja verslana hér á landi væri borið saman við verð á málningu erlendis með almennum hætti án skýringa og án þess að fram kæmi hvaða lönd hafi verið átt við með „í útlöndum“. Af gögnum málsins var ráðið að borið væri saman verð í mismunandi löndum sem talið var villandi gagnvart neytendum,“ sagði um ákvörðun Neytendastofu sem birt var í febrúar síðastliðinn. Ekki villandi samanburður Í svörum Múrbúðarinnar vegna kvörtunar Húsasmiðjunnar nú kom fram að kvörtun Húsasmiðjunnar væri hafnað og að það væri mat félagsins að auglýsingin uppfyllti öll skilyrði laga, bæði um samanburð á verði hér á landi og í Danmörku. „Neytendastofa komst að þeirri niðurstöðu að samanburðurinn væri ekki villandi eða óréttmætur enda skýrt tekið fram í auglýsingunni að borið sé saman verð í Danmörku annars vegar og á Íslandi hins vegar. Auk þess taldi Neytendastofa að um sambærilegar vörur væri að ræða, þ.e. vörurnar fullnægi sömu þörfum og séu staðgönguvörur við hvor aðra.“ Neytendastofa féllst því ekki á að Múrbúðin hafi brotið gegn fyrri ákvörðun Neytendastofu og telur því ekki vera tilefni til aðgerða af hálfu stofnunarinnar í málinu.
Auglýsinga- og markaðsmál Neytendur Mest lesið Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Vara við eggjum í kleinuhringjum Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur „Þær eru bara of dýrar“ Skamma og banna Play að blekkja neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Kaffi heldur áfram að hækka í verði Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Sjá meira