Innlent

Skipar nefnd sem tekur út við­brögð stjórn­valda við far­aldrinum

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, hefur skipað nefnd sem mun vinnna að úttekt á viðbrögðum stjórnvalda við Covid-19.
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, hefur skipað nefnd sem mun vinnna að úttekt á viðbrögðum stjórnvalda við Covid-19. Vísir/Vilhelm

Þriggja manna nefnd hefur verið skipuð af forsætisráðherra sem vinna mun úttekt á viðbrögðum stjórnvalda við Covid-19. Meginverkefni nefndarinnar verður að greina áfallastjórnun vegna faraldursins.

Þetta kemur fram í tilkynningu á vef stjórnarráðsins. Formaður nefndarinnar verður Ásthildur Elva Bernharðsdóttir, dósent við Háskólann á Bifröst, en auk hennar munu Guðný Björk Eydal, prófessor við Háskóla Íslands, og Trausti Fannar Valsson, dósent við Háskóla Íslands, sitja í nefndinni.

Nefndin mun meðal annars taka út hvernig stjórnvöld voru undirbúin til að takast á við faraldurinn, hvernig ákvarðanatöku var háttað, hvernig upplýsingum var miðlað og hvernig reynsla hafi verið nýtt jafnharðan til aðlögunar á stefnu og áætlanagerð.

Þá mun nefndin jafnframt fjalla um helstu samfélagslegu áhrif faraldursins. Gert er ráð fyrir að nefndin skili úttekt sinni í síðasta lagi 1. mars 2022.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×