Innlent

Varað við vatnavöxtum á Sprengisandsleið

Árni Sæberg skrifar
Lögreglan á Norðurlandi eystra varar við ferðalögum um Sprengisandsleið og Gæsavatnsleið.
Lögreglan á Norðurlandi eystra varar við ferðalögum um Sprengisandsleið og Gæsavatnsleið. Vísir/Vilhelm

Lögreglan á Norðurlandi eystra vekur sérstaka athygli á miklum vatnavöxtum í ám á Sprengisandsleið og Gæsavatnaleið norðan Tungafellsjökuls.

Lögreglan segir ekki ráðlagt að aka sprengisandsleið nema á stórum jeppum. Þá er mælt með notkun vel útbúinna stórra jeppa ef aka á Gæsavatnaleið.

Að sögn lögreglunnar þurftu björgunarsveitir úr Eyjafirði og Skagafirði að sinna nokkrum útköllum þar sem fólk hafi verið í vandræðum á svæðinu.

Þá segir lögreglan að nú þegar hafi borist upplýsingar um fólk í vandræðum á svæðinu í dag. Því ítrekar hún að fólk sé vel búið hyggi það á ferðalag á Sprengisandsleið og Gæsavatnaleið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×