Innlent

Báðar fjöl­skyldurnar farnar frá Afgan­istan og á leið til Ís­lands

Eiður Þór Árnason skrifar
Liðsmenn breska og bandaríska hersins eru með mikla viðveru á alþjóðaflugvellinum í Kabúl og vinna meðal annars að því að koma fólki úr landi.
Liðsmenn breska og bandaríska hersins eru með mikla viðveru á alþjóðaflugvellinum í Kabúl og vinna meðal annars að því að koma fólki úr landi. AP/Breski herinn

Tvær fjölskyldur sem utanríkisráðuneytið hefur reynt að koma heim frá Afganistan eru nú farnar frá landinu og eru væntanlegar til Íslands.

Þetta staðfestir Sveinn H. Guðmarsson, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins. Fjölskyldurnar eru báðar annað hvort með íslenskan ríkisborgararétt eða tengsl við Ísland. 

Þar með eru allar fjölskyldurnar sem utanríkisráðuneytið hefur reynt að koma til Íslands eftir að Talibanar náðu völdum farnar frá landinu. 

Á sunnudag var greint frá því að íslensk fjölskylda sem var í Afganistan hafi verið flogið frá Islamabad í Pakistan til Kaupmannahafnar. Fólkið kom til Íslands í gær og er nú í sóttkví.  


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×