Neytendur

Inn­kalla kjúk­ling vegna salmonellu

Atli Ísleifsson skrifar
Kjúklingurinn sem um ræðir er merktur Ali, Bónus eða FK frá Matfugli.
Kjúklingurinn sem um ræðir er merktur Ali, Bónus eða FK frá Matfugli. Getty

Matvælastofnun varar nú við neyslu á einni framleiðslulotu af kjúklingi merktum Ali, Bónus eða FK frá Matfugli vegna gruns um salmonellu.

Í tilkynningu frá MAST segir að fyrirtækið hafi í öryggisskyni ákveðið að innkalla lotuna.

Matvælastofnun fékk upplýsingar um innköllunina frá fyrirtækinu og lét heilbrigðiseftirlitið vita.

Innköllunin á einungis við eftirfarandi framleiðslulotu:

  • Vöruheiti: Ali, Bónus, FK
  • Framleiðandi: Matfugl ehf, Völuteigi 2, 270 Mosfellsbæ
  • Lotunúmer: 011-21-28-2-28 (heill kjúklingur, bringur, lundir, bitar, marineraðarkjúklingabringur), pökkunardagur 16.08.2021 - 19.08.2021
  • Dreifing: Bónusverslanir, Krónuverslanir, Fjarðarkaup, Hagkaup, Kassinn,Extra, Netto netverslun.
  • Neytendur sem hafa keypt kjúkling með þessu rekjanleikanúmeri eru beðin að skila honum í viðkomandi verslun eða beint til Matfugls í Mosfellsbæ.




Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×