Neytendur

Við­skipta­vinum brá í brún við ó­vænta rukkun í heima­banka

Árni Sæberg skrifar
Það reyndist sumum viðskiptavinum erfitt að greiða marga tanka af bensíni á einu bretti.
Það reyndist sumum viðskiptavinum erfitt að greiða marga tanka af bensíni á einu bretti. Vísir/Vilhelm

Margir viðskiptavinir Orkunnar lentu í því nýlega að fá afturvirkan reikning frá Orkunni. Málið tengist vanda í samskiptum tölvukerfa Orkunnar og Salt pay. Samkvæmt heimildum fréttastofu hleypur heildarupphæðin vegna málsins á hundruðum milljóna króna.

Árni Pétur Jónsson, forstjóri Skeljungs hf., segir bilun hafa komið upp þegar sett var upp nýtt dælustýringakerfi á bensínstöðvum Orkunnar. Bilunin olli því að greiðslur viðskiptavina sem nota svokallaðan orkulykil bárust Orkunni ekki.

Því brá mörgum viðskiptavinum við það að fá afturvirkan reikning í heimabanka. Sem var í sumum tilvikum vegna margra bensínstöðvarferða. Árni Pétur segir að þetta hafi valdið Orkunni og viðskiptavinum hennar mikilli armæðu. Nú sé hins vegar búið að laga bilunina og fyrirtækið sé að leysa málin með viðskiptavinum sínum.

Árni Pétur segir að ákveðið hafi verið að halda viðskiptavinum alveg skaðlausum vegna bilunarinnar. Þannig þurfi fólk ekki að bera kostnað vegna mögulegs yfirdráttar eða vaxtagreiðslna.

Haft hafi verið samband við alla sem urðu fyrir barðinu á biluninni og aðstoð boðin svo hægt væri að leysa vandann.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×