Innlent

Sex handteknir eftir slagsmál í göngugötunni

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Slagsmálin áttu sér stað í göngugötunni í miðbæ Akureyrar.
Slagsmálin áttu sér stað í göngugötunni í miðbæ Akureyrar. Vísir/Vilhelm.

Sex voru handteknir eftir að slagsmál brutust út í göngugötunni í miðbæ Akureyrar í kvöld. Sá sem varð fyrir árásinni var fluttur á sjúkrahús.

Sjónarvottur sem ræddi við Vísi í kvöld segir að um nokkuð hörð slagsmál hafi verið um að ræða, þar sem einn af sem tók þátt í þeim hafi meðal annars flogið í gegnum rúðu og slasast nokkuð við það.

Lögreglan á Akureyri staðfestir við Vísi að sex hafi verið handteknir vegna slagsmálanna sem áttu sér stað um klukkan níu í kvöld. Málið sé í rannsókn.

Talsverður fjöldi er á Akureyri þessa dagana enda veðurblíðan með eindæmum. Þannig fór hitinn í 27,3 gráður á Akureyri í dag.


Tengdar fréttir

Yfir 27 stiga hiti á Norðausturhorninu

Óhætt er að segja að veðrið hafi leikið við landsmenn á Norðausturhorni landsins í dag. Hiti mældist víða yfir 27 gráðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×