Erlent

Fimmfalt fleiri smitast eftir af­nám tak­markana

Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar
Frá mótmælum í Hollandi í fyrra þar sem þess var krafist að barir og klúbbar fengju að opna á ný.
Frá mótmælum í Hollandi í fyrra þar sem þess var krafist að barir og klúbbar fengju að opna á ný. getty/Robin Utrecht

Tæp­lega 52 þúsund manns greindust með Co­vid-19 í Hollandi í síðustu viku. Það er aukning um 500 prósent frá því sem var í vikunni þar á undan, sam­kvæmt frétt Sky News.

Aukningin kemur í kjöl­far þess að ríkis­stjórn Hollands af­létti öllum tak­mörkunum í landinu, fyrir þremur vikum. Um 80 prósent Hollendinga hafa fengið að minnsta kosti eina sprautu af bólu­efni en að­eins tæp­lega 40 prósent eru full­bólu­settir.

Nætur­klúbbum hefur nú verið lokað þar á ný, að minnsta kosti til 13. ágústs og verða barir að loka starf­semi sinni á mið­nætti.

Sam­kvæmt fréttum breskra miðla var hægt að rekja 37 prósent sýkinganna í síðustu viku til þessara staða.

Á sama tíma og ný­smituðum hefur fjölgað fimm­falt milli vikna hefur spítala­inn­lögnum fjölgað um ellefu prósent. 60 af þessum 52 þúsund lögðust inn á spítala í síðustu viku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×