Erlent

Reyndu að ryðja sér leið inn á leikvanginn

Samúel Karl Ólason skrifar
Mikil ölvun og læti hafa verið í London í dag.
Mikil ölvun og læti hafa verið í London í dag. EPA/JOSHUA BRATT

Allt að hundrað manns ruddu sér leið í gegnum vegatálma við Wembley-leikvanginum og reyndu að ryðja sér leið inn á leikvanginn sjálfan. Úrslitaleikur Evrópumótsins milli Englands og Ítalíu fer fram á vellinum í kvöld en fólkið mun hafa reynt að ryðja sér leið inn eftir klukkan fimm í dag.

Sky News hefur eftir blaðamanni Daily Mail að minnst tveir hópar aðdáenda hafi reynt að komast inn á leikvanginn. Þó er haft eftir talsmanni leikvangsins að engum miðalausum hafi tekist að komast inn á völlinn.

Gæslumenn leikvangsins hafi tekist að koma í veg fyrir það með aðstoð lögreglu.

Hér má sjá tvö myndbönd af atvikinu.



Þúsundir manna hafa komið saman við Wembley frá því í morgun. Fregnir hafa borist af mikilli ölvun við leikvanginn og hafa fjölmörg myndbönd af slagsmálum, fólki kasta flöskum og öðrum látum vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum.

Lögrlegan í London segir lögreglujóna hafa verið undir miklu álagi í dag.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×