Neytendur

Verð á „þjóðar­rétti Ís­lendinga“ hækkar úr 770 krónum í 850 krónur

Atli Ísleifsson skrifar
Guðrúnu Kristmundsdóttir, eigandi og framkvæmdastjóri Bæjarins beztu, segir að rekja megi hækkunina til hækkandi aðfangskostnaðar.
Guðrúnu Kristmundsdóttir, eigandi og framkvæmdastjóri Bæjarins beztu, segir að rekja megi hækkunina til hækkandi aðfangskostnaðar. Vísir/Vilhelm

Bæjarins beztu pylsur hafa hækkað verð á pylsunni hjá sér um fimmtíu krónur og kostar hún nú 550 krónur.

Fréttablaðið greinir frá þessu og hefur eftir Guðrúnu Kristmundsdóttur, eiganda og framkvæmdastjóra.

Þetta er í annað sinn á fáeinum mánuðum sem Bæjarins beztu hækkar verð á pylsunni, en í nóvember hækkaði verðið úr 470 krónum í sléttar 500 krónur.

Guð­rún segir í samtali við Vísi að verð­hækkunina nú megi fyrst og fremst rekja til hækkandi kostnaðar aðfanga. Verð hjá birgjum hafi hækkað sem skili sér til þeirra. Sömuleiðis hafi plastgjald áhrif, en Bæjarins beztu notar enn plaströr og plastlok og segir Guðrún að unnið sé að lausn hvað það varðar.

Guðrún segir að verð á gosi hafi sömuleiðis hækkað nú, úr 270 krónum í 300 krónur.

Verð á því sem margir hafa kallað „þjóðarréttur Íslendinga“ – pylsa og kók – hefur því með breytingunum hjá Bæjarins bestu hækkað úr 770 krónum í 850 krónur.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
KVIKA
3,12
25
452.643
SJOVA
2,27
25
193.534
ARION
2,16
46
1.361.687
MAREL
2,04
39
582.450
SIMINN
1,85
14
350.533

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SKEL
-2,34
2
3.406
ICESEA
-1,18
7
13.751
BRIM
0
6
15.074
ORIGO
0
4
13.235
EIM
0
9
215.249
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.