Erlent

Á annað hundrað enn saknað eftir aur­skriðu í Japan

Atli Ísleifsson skrifar
Gríðarlegt úrhelli hefur gert björgunarliði erfitt fyrir.
Gríðarlegt úrhelli hefur gert björgunarliði erfitt fyrir. AP

Að minnsta kosti þrír eru látnir og á annað hundrað enn saknað eftir að mikil aurskriða féll í bænum Atami, suðvestur af japönsku höfuðborginni Tókýó á laugardag.

Skömmu eftir að aurskriðan féll greindu talsmenn yfirvalda að um tuttugu væri saknað en nú er fjöldinn kominn í rúmlega hundrað.

Gríðarlegt úrhelli hefur gert björgunarliði erfitt fyrir, en Atami er að finna um níutíu kílómetra suðvestur af Tókýó.

Aurskriðan féll um klukkan 10:30 að morgni laugardagsins að staðartíma.

Hundruð þúsunda íbúa í héruðunum Shizuoka, Kanagawa og Chiba hefur nú verið gert að yfirgefa heimili sín af ótta við frekari aurskriður.

Að neðan má sjá drónamyndir sem sýna vel umfang hamfaranna í Atami.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×