Fimm bækur á lestrarlista Bill Gates í sumar Rakel Sveinsdóttir skrifar 18. júní 2021 07:00 Bill Gates mælir með fimm bókum til að lesa í sumar. Vísir/Getty Eflaust teljast hjónaskilnaðarfréttir Bill Gates til mun vinsælli frétta en bókaáhugi Gates. Gates birtir þó reglulega bókalista á bloggsíðunni sinni, með bókum sem hann mælir sérstaklega með. Eins og núna, fyrir sumarið 2021. Síðastliðinn mánudag birti Gates lista yfir fimm bækur sem hann mælir með fyrir þetta sumar. Þessar bækur eru: 1. Bók fyrir þá sem hafa áhuga á stjórnun Þessi bók heitir Lights Out: Pride, Delusion, and the Fall of General Electric eftir Thomas Gryta og Ted Mann. Gates segist lengi hafa velt því fyrir sér hvernig fyrirtæki sem ná miklum árangri og verða mjög stór, geta samt endað í þroti. Að mati Gates gaf sagan um General Electric honum loksins svör og skýringar við þessum vangaveltum sínum. 2. Vangaveltur um umhverfið og framtíðina Hér mælir Gates með bók eftir höfund sem hann heldur mikið upp á, Elizabeth Kolbert. Bókin heitir Under a White Sky: The Nature of the Future og fjallar um það hvernig maðurinn er með stanslaus og óæskileg inngrip í náttúruna. Gates viðurkennir að áhuginn hans á umhverfismálum fer vaxandi, sem aftur þýðir að æ fleiri bækur um málefnið rata á bókalistana hans. 3. Ævisaga Gates segist alltaf hafa haft áhuga á forsetum Bandaríkjanna og mælir með ævisögu Barack Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseta: A Promised Land. Gates heillaðist sérstaklega af einlægni og hreinskilni Obama þegar hann segir frá forsetatíð sinni. 4. Óvenjuleg bók Ein óvenjulegasta bókin sem Bill hefur lesið í mörg ár heitir The Overstory, eftir Richard Powers. Hún kemst þó á bókalistann fyrir sumarið en í þessari sögu er rakin saga níu einstaklinga og sambandi þeirra við tré. Já, tré. Gates segir bókina öfgakennda leið til að benda á mikilvægi þess að vernda skóga. Honum fannst þó saga einstaklinganna níu sem þarna er skrifað um, vera áhugaverð. 5. Um ónæmiskerfið, skrifað fyrir tíma Covid Loks mælir Gates með bókinni An Elegant Defense: The Extraordinary New Science of the Immune System: A Tal ein Four Lives, eftir Matt Richtel. Bókin fjallar um ónæmiskerfi líkamans og að mati Gates, skýrir hún vel út hvað þarf til að stöðva heimsfaraldur eins og Covid. Bókin var þó skrifuð áður en heimsfaraldurinn brast á. Nánar má lesa um bókalista Gates og umsagnir hans HÉR. Góðu ráðin Bókmenntir Microsoft Mest lesið Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Starfsmenn sem ljúga Að púsla saman vinnu, aukavinnu og lífinu Fótboltastelpan sem fór í verkfræði: „Höfum eiginlega verið saman að eilífu“ Þegar ástríðan slokknar: Eins og hljóðlát kulnun Orkugeirinn stækkar: „Við erum komin að þolmörkum“ Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér „Það er hægt að byrja að fjárfesta með fimm þúsund krónum á mánuði“ Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Sjá meira
Eins og núna, fyrir sumarið 2021. Síðastliðinn mánudag birti Gates lista yfir fimm bækur sem hann mælir með fyrir þetta sumar. Þessar bækur eru: 1. Bók fyrir þá sem hafa áhuga á stjórnun Þessi bók heitir Lights Out: Pride, Delusion, and the Fall of General Electric eftir Thomas Gryta og Ted Mann. Gates segist lengi hafa velt því fyrir sér hvernig fyrirtæki sem ná miklum árangri og verða mjög stór, geta samt endað í þroti. Að mati Gates gaf sagan um General Electric honum loksins svör og skýringar við þessum vangaveltum sínum. 2. Vangaveltur um umhverfið og framtíðina Hér mælir Gates með bók eftir höfund sem hann heldur mikið upp á, Elizabeth Kolbert. Bókin heitir Under a White Sky: The Nature of the Future og fjallar um það hvernig maðurinn er með stanslaus og óæskileg inngrip í náttúruna. Gates viðurkennir að áhuginn hans á umhverfismálum fer vaxandi, sem aftur þýðir að æ fleiri bækur um málefnið rata á bókalistana hans. 3. Ævisaga Gates segist alltaf hafa haft áhuga á forsetum Bandaríkjanna og mælir með ævisögu Barack Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseta: A Promised Land. Gates heillaðist sérstaklega af einlægni og hreinskilni Obama þegar hann segir frá forsetatíð sinni. 4. Óvenjuleg bók Ein óvenjulegasta bókin sem Bill hefur lesið í mörg ár heitir The Overstory, eftir Richard Powers. Hún kemst þó á bókalistann fyrir sumarið en í þessari sögu er rakin saga níu einstaklinga og sambandi þeirra við tré. Já, tré. Gates segir bókina öfgakennda leið til að benda á mikilvægi þess að vernda skóga. Honum fannst þó saga einstaklinganna níu sem þarna er skrifað um, vera áhugaverð. 5. Um ónæmiskerfið, skrifað fyrir tíma Covid Loks mælir Gates með bókinni An Elegant Defense: The Extraordinary New Science of the Immune System: A Tal ein Four Lives, eftir Matt Richtel. Bókin fjallar um ónæmiskerfi líkamans og að mati Gates, skýrir hún vel út hvað þarf til að stöðva heimsfaraldur eins og Covid. Bókin var þó skrifuð áður en heimsfaraldurinn brast á. Nánar má lesa um bókalista Gates og umsagnir hans HÉR.
Góðu ráðin Bókmenntir Microsoft Mest lesið Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Starfsmenn sem ljúga Að púsla saman vinnu, aukavinnu og lífinu Fótboltastelpan sem fór í verkfræði: „Höfum eiginlega verið saman að eilífu“ Þegar ástríðan slokknar: Eins og hljóðlát kulnun Orkugeirinn stækkar: „Við erum komin að þolmörkum“ Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér „Það er hægt að byrja að fjárfesta með fimm þúsund krónum á mánuði“ Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Sjá meira