Erlent

Fresta afléttingum um mánuð

Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar
Boris Johnson segir framburð Dominics Cummings ekki eiga sér stoð í raunveruleikanum.
Boris Johnson segir framburð Dominics Cummings ekki eiga sér stoð í raunveruleikanum. Vísir/EPA

Loka­skrefi í af­léttingar­á­ætlun Eng­lendinga hefur verið frestað til 19. júlí. Allar sam­komu­tak­markanir átti að af­nema þann 21. júní en vegna bak­slags í far­aldrinum var tekin ákvörðun um að bíða með það í heilan mánuð.

Nýjum til­fellum Co­vid-19 hefur fjölgað í Eng­landi síðustu daga og vöruðu sér­fræðinga ríkis­stjórn Boris John­son við því að fylgja af­léttingar­á­ætlun sinni og sögðu að spítala­inn­lögnum myndi fjölga mikið ef allar sam­komu­tak­markanir yrðu teknar af.

John­son til­kynnti þetta í dag og sagði að ef af­léttingar­á­ætluninni yrði haldið til streitu væru „góðar líkur“ á að veiran næði mikilli út­breiðslu meðal óbólu­settra og gæti dregið þúsundir til bana.

Þess vegna var af­léttingunni frestað um mánuð en þá verða mun fleiri í landinu full­bólu­settir.

Staðan í landinu verður metin aftur eftir tvær vikur og skoðað hvort hægt verði að af­nema tak­markanirnar fyrr en John­son segist viss um að ekki verði frekari frestun á þessum fyrir­ætlunum. Engar tak­markanir verði í Eng­landi eftir 19. júlí.

Heil­brigðis­ráð­herra Bret­lands sagði á fundi í dag að mark­miðið nú væri að tryggja það að „bólu­efnið tæki fram úr í kapp­hlaupi sínu við veiruna“. „Þessu er ekki lokið enn,“ sagði hann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×