Sekta BPO Innheimtu vegna „umfangsmikilla og alvarlegra“ brota á smálánamarkaði Atli Ísleifsson skrifar 11. júní 2021 13:12 BPO Innheimta er í eigu Guðlaugs Magnússonar sem gegnir stöðu framkvæmdastjóra. Tilkynnt var í apríl um kaup á öllum smálánakröfum Kredia, Hraðpeninga, Smálána, 1909 og Múla. Neytendastofa hefur sektað innheimtufyrirtækið BPO Innheimtu um 1,5 milljón króna fyrir „umfangsmikil“ og „alvarleg“ brot á markaði. Starfshættir fyrirtækisins varðandi kröfur í heimabanka eru sagðir hafa verið villandi gagnvart neytendum og brotið í bága við góða og réttmæta viðskiptahætti, en kröfurnar hækkuðu umtalsvert skömmu eftir birtingu þeirra. Á vef Neytendastofu segir að leitað hafi skýringa hjá BPO Innheimtu á viðskiptaháttum fyrirtækisins í kjölfar ábendinga frá neytendum, Neytendasamtökunum og fjölmiðlaumræðu í vor. Til álita hafi komið hvort tilkynning BPO Innheimtu og aðferðir við innheimtu á kröfum sem keyptar voru frá gömlu smálánafyrirtækjunum hafi falið í sér óréttmæta og villandi viðskiptahætti. BPO Innheimta var stofnað fyrr á árinu og stofnaði í samstarfi við BPO í Bretlandi og sérhæfði sig í innheimtulausnum fyrir fyrirtæki, stofnanir og einstaklinga. Fyrirtækið, sem er í eigu Guðlaugs Magnússonar sem gegnir stöðu framkvæmdastjóra, tilkynnti í apríl um kaup á öllum smálánakröfum Kredia, Hraðpeninga, Smálána, 1909 og Múla. Fljótlega tóku kvartanir að streyma til Neytendasamtakanna vegna reikninga sem fyrirtækið sendi fólki með eindaga sama dag. Hafnaði ásökunum um óréttmæta og villandi viðskiptahætti Félagið sjálft hafnaði því að félagið hafa stundað óréttmæta og villandi viðskiptahætti.Í tilkynningu frá Neytendastofu segir að félagið hafi sent skuldurum tilkynningu um að það hafi keypt kröfusafn smálána og að vextir og lántökukostnaður hafi verið felldir niður. „Þá taldi BPO Innheimta að kröfurnar sem stofnaðar voru í netbönkum skuldara hafi verið réttar og birting þeirra geti ekki talist villandi eða óréttmætir viðskiptahættir. Skuldarar hafi haft tækifæri til að greiða kröfur félagsins án vanskilakostnaðar þótt tíminn til þess hafi verið skammur. Kerfistakmarkanir í netbönkum geri það að verkum að kröfurnar virtust hækka daginn eftir og komi í veg fyrir að hægt sé að birta sundurliðun kröfunnar. Því sé ekki um villandi eða óréttmæta viðskiptahætti að ræða,“ segir um rökstuðning BPO Innheimtu í málinu. Að mati Neytendastofu voru brot BPO Innheimtu bæði umfangsmikil og alvarleg og því óhjákvæmilegt að leggja stjórnvaldssekt á félagið.Getty Braut í bága við góða viðskiptahætti Neytendastofa komst hins vegar að þeirri niðurstöðu að birting umræddra krafna í netbönkum neytenda, með öllum gjöldum og áföllnum vanskilakostnaði, áður en neytendur voru upplýstir um efni eða eiganda krafnanna, bryti í bága við góða viðskiptahætti. „Þá var það niðurstaða Neytendastofu að birting krafna með gjalddaga og eindaga sama dag og kröfurnar voru birtar í netbönkum neytenda þar sem kröfurnar hækkuðu umtalsvert skömmu eftir birtingu þeirra fæli í sér óréttmæta viðskiptahætti. Enn fremur var það niðurstaða Neytendastofu að tilkynning BPO Innheimtu, sem bæði var send í tölvupósti til neytenda og birt í Fréttablaðinu þann 14. júní 2021, þar sem staðhæft var að allri óvissu um lögmæti krafnanna hafi verið eytt, hafi verið villandi gagnvart neytendum. Í tilkynninguna skorti upplýsingar sem almennt skipta máli fyrir neytendur og hún var til þess fallin að hafa áhrif á ákvörðun neytenda um að eiga viðskipti, auk þess að brjóta í bága við góða viðskiptahætti. Að mati Neytendastofu voru brot BPO Innheimtu bæði umfangsmikil og alvarleg og því óhjákvæmilegt að leggja stjórnvaldssekt á félagið. Þó var einnig litið til samstarfsvilja félagsins og þeirra aðgerða sem BPO Innheimta greip til að eigin frumkvæði og því var sektarfjárhæð ákveðin 1.500.000 krónur.“ Hægt er að lesa ákvörðun Neytendastofu í heild sinni hér. Neytendur Smálán Mest lesið Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Lífið samstarf Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Kvartanir borist vegna aflýstra flugferða Olíuefni í Bugles sem eiga ekki að vera í snakkinu Opinn fundur HMS um endurmat brunabótamats Kalla inn geislavirka límmiða Verðlagssæti Íslands enn eitt árið komi ekki á óvart Konur geta tryggt sig á meðgöngu í fyrsta sinn Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Nóa-nammið hækkar í stórum skrefum Rækja fannst í skinkusalati „Það er svo mikið rugl í gangi“ Húsgagnahöllin sektuð fyrir ósanngjarnar auglýsingar Fleiri bílastæðafyrirtæki til skoðunar hjá Neytendastofu Bílastæðafyrirtæki fá á baukinn Tókst ekki að sýna fram á galla og situr uppi með körfuboltaskóna Gera fjölmargar breytingar á kílómetragjaldinu Tveggja ára skjár fæst ekki bættur vegna „dauðs depils“ Björn Berg svarar lesendum: Eyðir alltaf neyðarsjóðnum í vitleysu Sjá meira
Á vef Neytendastofu segir að leitað hafi skýringa hjá BPO Innheimtu á viðskiptaháttum fyrirtækisins í kjölfar ábendinga frá neytendum, Neytendasamtökunum og fjölmiðlaumræðu í vor. Til álita hafi komið hvort tilkynning BPO Innheimtu og aðferðir við innheimtu á kröfum sem keyptar voru frá gömlu smálánafyrirtækjunum hafi falið í sér óréttmæta og villandi viðskiptahætti. BPO Innheimta var stofnað fyrr á árinu og stofnaði í samstarfi við BPO í Bretlandi og sérhæfði sig í innheimtulausnum fyrir fyrirtæki, stofnanir og einstaklinga. Fyrirtækið, sem er í eigu Guðlaugs Magnússonar sem gegnir stöðu framkvæmdastjóra, tilkynnti í apríl um kaup á öllum smálánakröfum Kredia, Hraðpeninga, Smálána, 1909 og Múla. Fljótlega tóku kvartanir að streyma til Neytendasamtakanna vegna reikninga sem fyrirtækið sendi fólki með eindaga sama dag. Hafnaði ásökunum um óréttmæta og villandi viðskiptahætti Félagið sjálft hafnaði því að félagið hafa stundað óréttmæta og villandi viðskiptahætti.Í tilkynningu frá Neytendastofu segir að félagið hafi sent skuldurum tilkynningu um að það hafi keypt kröfusafn smálána og að vextir og lántökukostnaður hafi verið felldir niður. „Þá taldi BPO Innheimta að kröfurnar sem stofnaðar voru í netbönkum skuldara hafi verið réttar og birting þeirra geti ekki talist villandi eða óréttmætir viðskiptahættir. Skuldarar hafi haft tækifæri til að greiða kröfur félagsins án vanskilakostnaðar þótt tíminn til þess hafi verið skammur. Kerfistakmarkanir í netbönkum geri það að verkum að kröfurnar virtust hækka daginn eftir og komi í veg fyrir að hægt sé að birta sundurliðun kröfunnar. Því sé ekki um villandi eða óréttmæta viðskiptahætti að ræða,“ segir um rökstuðning BPO Innheimtu í málinu. Að mati Neytendastofu voru brot BPO Innheimtu bæði umfangsmikil og alvarleg og því óhjákvæmilegt að leggja stjórnvaldssekt á félagið.Getty Braut í bága við góða viðskiptahætti Neytendastofa komst hins vegar að þeirri niðurstöðu að birting umræddra krafna í netbönkum neytenda, með öllum gjöldum og áföllnum vanskilakostnaði, áður en neytendur voru upplýstir um efni eða eiganda krafnanna, bryti í bága við góða viðskiptahætti. „Þá var það niðurstaða Neytendastofu að birting krafna með gjalddaga og eindaga sama dag og kröfurnar voru birtar í netbönkum neytenda þar sem kröfurnar hækkuðu umtalsvert skömmu eftir birtingu þeirra fæli í sér óréttmæta viðskiptahætti. Enn fremur var það niðurstaða Neytendastofu að tilkynning BPO Innheimtu, sem bæði var send í tölvupósti til neytenda og birt í Fréttablaðinu þann 14. júní 2021, þar sem staðhæft var að allri óvissu um lögmæti krafnanna hafi verið eytt, hafi verið villandi gagnvart neytendum. Í tilkynninguna skorti upplýsingar sem almennt skipta máli fyrir neytendur og hún var til þess fallin að hafa áhrif á ákvörðun neytenda um að eiga viðskipti, auk þess að brjóta í bága við góða viðskiptahætti. Að mati Neytendastofu voru brot BPO Innheimtu bæði umfangsmikil og alvarleg og því óhjákvæmilegt að leggja stjórnvaldssekt á félagið. Þó var einnig litið til samstarfsvilja félagsins og þeirra aðgerða sem BPO Innheimta greip til að eigin frumkvæði og því var sektarfjárhæð ákveðin 1.500.000 krónur.“ Hægt er að lesa ákvörðun Neytendastofu í heild sinni hér.
Neytendur Smálán Mest lesið Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Lífið samstarf Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Kvartanir borist vegna aflýstra flugferða Olíuefni í Bugles sem eiga ekki að vera í snakkinu Opinn fundur HMS um endurmat brunabótamats Kalla inn geislavirka límmiða Verðlagssæti Íslands enn eitt árið komi ekki á óvart Konur geta tryggt sig á meðgöngu í fyrsta sinn Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Nóa-nammið hækkar í stórum skrefum Rækja fannst í skinkusalati „Það er svo mikið rugl í gangi“ Húsgagnahöllin sektuð fyrir ósanngjarnar auglýsingar Fleiri bílastæðafyrirtæki til skoðunar hjá Neytendastofu Bílastæðafyrirtæki fá á baukinn Tókst ekki að sýna fram á galla og situr uppi með körfuboltaskóna Gera fjölmargar breytingar á kílómetragjaldinu Tveggja ára skjár fæst ekki bættur vegna „dauðs depils“ Björn Berg svarar lesendum: Eyðir alltaf neyðarsjóðnum í vitleysu Sjá meira