Neytendur

Annar bjór inn­kallaður sem getur bólgnað út og sprungið

Atli Ísleifsson skrifar
Innköllunin miðast eingöngu við birgðir vörunnar merktar með best fyrir dagsetningum: 19.12.21 og 22.12.2021.
Innköllunin miðast eingöngu við birgðir vörunnar merktar með best fyrir dagsetningum: 19.12.21 og 22.12.2021. Vínbúðin

ÁTVR hefur innkallað vöruna Benchwarmers Citra Smash, sem er bjór í 330 ml áldós, þar sem umbúðir vörunnar geta bólgnað út og sprungið með tilheyrandi slysahættu.

Ákveðin framleiðslulota bjórsins The Brothers Brewery Sigla Humlafley Session IPA var innkölluð í síðustu viku af sömu ástæðu, að umbúðirnar gætu bólgnað út og sprungið með tilheyrandi slysahættu.

Í tilkynningu frá Vínbúðinni segir að innköllunin á Benchwarmers Citra Smash miðist eingöngu við birgðir vörunnar merktar með best fyrir dagsetningum: 19.12.21 og 22.12.2021.

„Á dós er strikamerki 735009942004 og á kassa sem geymir 24 áldósir er strikamerki 7350099424960.

Varan hefur verið fjarlægð úr hillum Vínbúða. Allir sem eiga þessa vöru, með fyrrnefndum “best fyrir” dagsetningu, eru beðnir um að farga henni eða skila í næstu vínbúð og fá hana þar bætta. Ef umbúðir vörunnar eru bólgnar er rétt að leiðbeina um að opna umbúðirnar að viðhafðri fyllstu varúð.

Innflytjandi vörunnar og ábyrgðaraðili er: DHJ ehf., Brekkubyggð 33, Garðabæ.

Varan hefur verið seld í 10 vínbúðum ÁTVR: Kringlunni, Heiðrúnu, Skútuvogi, Skeifunni, Dalvegi, Smáralind, Garðabær, Hafnarfirði, Reykjanesbæ og Akureyri,“ segir í tilkynningunni.


Tengdar fréttir

Inn­kalla bjór vegna slysa­hættu

ÁTVR hefur innkallað vöruna The Brothers Brewery Sigla Humlafley Session IPA, sem er bjór, í 330 ml áldós þar sem umbúðir vörunnar geta bólgnað út og sprungið með tilheyrandi slysahættu.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
EIM
3,22
19
499.451
BRIM
2,79
6
28.598
HAGA
2,5
24
415.834
ICESEA
0,57
2
43.063
SVN
0,48
44
195.889

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
-3,78
108
227.947
ARION
-1,37
40
408.015
MAREL
-1,28
17
313.382
SJOVA
-0,91
6
54.086
SYN
-0,7
4
8.975
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.