Erlent

Þrír greindust í Nuuk í gær

Sylvía Hall skrifar
Þeir sem greindust í gær búa í sömu vinnubúðum og hinir þrír sem greindust fyrr í vikunni.
Þeir sem greindust í gær búa í sömu vinnubúðum og hinir þrír sem greindust fyrr í vikunni. EPA/EMIL HELMS

Þrír greindust með kórónuveiruna í Nuuk á Grænlandi í gær eftir að þrjú smit greindust í vikunni. Óttast er að veiran hafi náð að dreifa sér víða og eru sem flestir hvattir til þess að fara í skimun.

Þetta kemur fram á vef Sermitsiaq.

Fjögur hundruð sýni voru tekin í gær og voru einstaklingar sem höfðu sótt tiltekna staði sem einn hinna smituðu hafði sótt hvattir til þess að mæta í sýnatöku. Viðkomandi hafði stundað næturlífið og verið á veitingastaðnum Hereford Beefstoufw sem og skemmtistöðunum Skyline og Daddys.

Þeir sem greindust í gær búa í sömu vinnubúðum og þeir þrír sem greindust fyrr í vikunni og því ekki ljóst hvort veiran hafi náð að dreifa sér í aðra hópa. Enginn af fyrrnefndum stöðum greindist eftir skimun í gær.

Grænlenska stjórnin ákvað að loka á allt flug til höfuðborgarinnar Nuuk fram á mánudag. Íþróttaviðburðir verða sömuleiðis bannaðir og veitingastöðum gert að loka. Á fréttamannafundi síðdegis í gær var ítrekað að fólk í Nuuk skyldi notast við grímu í verslunum, opinberum byggingum og í almenningssamgöngum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×