Neytendur

Um hundrað þúsund ó­nýttar ferða­gjafir renna út á þriðju­dag

Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar
Gjafabréfið er aðgengilegt á sérstöku appi.
Gjafabréfið er aðgengilegt á sérstöku appi. Vísir/Vilhelm

Nú fer hver að verða síðastur að nýta ferða­gjöf sína sem gefin var út í fyrra­sumar. Ferða­gjöfin rennur út um mánaða­mótin, á þriðju­daginn eftir fimm daga, og enn eiga um hundrað þúsund Ís­lendingar eftir að nota sína gjöf.

Því til við­bótar hafa rúm­­lega 25 þúsund að­eins notað hluta ferða­gjafar sinnar og eiga því ein­hvern ó­­nýttan aur eftir af gjafa­bréfi sínu á ferða­gjafarappinu. Hægt er að nýta staf­rænt gjafa­bréfið hjá á annað þúsund þjónustu­­aðila á landinu.

550 milljónir eftir

Gildis­­tími ferða­gjafarinnar var fram­­lengdur í vetur en upp­­haf­­lega stóð til að hann rynni út um ára­­mótin. Þá áttu um 127 þúsund eftir að nota sína gjöf. Síðan hafa um 24 þúsund manns full­nýtt sína ferða­­gjöf.

Ljóst er að stór hluti þess fjár­­magns sem stjórn­völd á­ætluðu í verk­efnið mun sitja eftir ó­­­notaður þegar gildis­­tími gjafa­bréfsins rennur út um mánaða­­mótin. Ferða­­gjöfin stendur um 280 þúsund manns til boða og miðað við fimm þúsund krónur á haus ættu 1,4 milljarðar að fara í verk­efnið.

Sam­­kvæmt töl­­fræði á vef Ferða­­mála­­stofu hafa þó að­eins 858 milljónir verið notaðar í gegn um ferða­­gjöfina og um 550 því væntan­­lega ó­­nýttar. Þær hljóta að fara beint inn í næsta ferða­gjafa­­sjóð stjórn­valda en ríkis­­stjórnin kynnti það í lok síðasta mánaðar að allir lands­­menn fengju aðra ferða­­gjöf nú 1. júní þegar sú fyrri rennur út.

Elsti hópurinn?

Ó­­­ljóst er hvort eitt­hvað ein­­kenni þann hóp sem á eftir að nýta ferða­­gjöfina, til dæmis hár aldur. Ferða­­mála­­stofa kveðst ekki hafa að­­gang að þeim upp­­­lýsingum en í sam­tali við Vísi kannaðist Elías Bj. Gísla­­son vel við vanda­­mál sem sumir með til­­­tölu­­lega gamla far­­síma hafa lenti í, að ferða­gjafarappið er ekki að­­gengi­­legt á þeirra sím­­tæki.

„Já, já, það hefur verið nokkuð um það en fólk getur þá annað­hvort sent gjöfina á ein­hvern ná­kominn sem getur verið með appið í sínum síma. Svo er oft hægt að skrá sig inn á ís­land.is hjá sumum fyrir­­­tækjum sem taka við gjöfinni og virkja svona kóða sem þau skanna,“ segir hann.

Á annað hundrað fyrir­­­tækja á landinu taka við fyrri ferða­­gjöfinni sem gildir út mánuðinn. Ferða­­mála­­stofa á enn eftir að sjá hvaða fyrir­­­tæki vilji taka við þeirri næstu. Hún mun gilda út septem­ber­­mánuð.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
EIM
1,49
6
120.842
SVN
1,46
29
175.760
EIK
1,42
7
114.555
ICEAIR
1,39
64
105.378
SJOVA
1,07
6
113.863

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICESEA
-0,57
2
10.530
BRIM
-0,55
4
1.312
ORIGO
-0,39
1
1.012
VIS
-0,3
5
197.500
ARION
-0,17
10
50.334
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.