Innlent

Lést af völdum Covid-19 um helgina

Snorri Másson skrifar
15ADE55FC3018058CD24384B6A090A26A2E092CA30BB0B9EC23F687C05931F64_713x0

Sjúklingur lést af völdum Covid-19 á Landspítalanum um helgina, laugardaginn 22. maí. Hinn látni var á sextugsaldri og var lagður inn fyrir um mánuði síðan. 30 hafa hér með látist af völdum veirunnar hér á landi.

Aðstandendum hins látna er vottuð samúð á vef Landspítalans, þar sem greint er frá andlátinu.

Umrætt andlát er það fyrsta sem verður á landinu frá því í lok desember á síðasta ári.

Aðeins einn liggur á sjúkrahúsi vegna veirunnar á Íslandi en 40 eru í einangrun með smit. Einn greindist með smit í gær í fyrsta skipti í nokkra daga.

Meira en 60% fullorðinna á Íslandi hafa einhvers konar mótefni við veirunni, hvort sem það er vegna fyrri eða seinni bóluefnasprautu eða fyrri sýkingar. 163.815 Íslendingar hafa fengið bólusetningu og 7.000 bætast við í þessari viku. Enn fleiri verða bólusettir í næstu viku, um 30.000.


Tengdar fréttir

Róleg vika í bólusetningum

Það stefnir í rólega viku í bólusetningum hér á landi. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir í samtali við fréttastofu að 7.700 skammtar af Pfizer verði gefnir á miðvikudag á höfuðborgarsvæðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×