Innlent

Ís­land á­fram eina græna landið og á­standið verst í Sví­þjóð

Atli Ísleifsson skrifar
Auk Íslands er stærstur hluti Finnlands einnig grænt, ef frá er talinn syðsti hluti landsins. Norðurhluti Noregs er einnig grænn.
Auk Íslands er stærstur hluti Finnlands einnig grænt, ef frá er talinn syðsti hluti landsins. Norðurhluti Noregs er einnig grænn. ECDC

Ísland er áfram eina græna landið á uppfærðu korti Sóttvarnastofnunar Evrópu um stöðu kórónuveirufaraldursins í þeim ríkjum sem tölurnar ná til.

Ástandið er nú verst í Svíþjóð, 577,38 á hverja 100 þúsund íbúa síðustu fjórtán dögum. Þar á eftir fylgja Litháen (562,83), Kýpur (521,84) og Holland (483,09).

Á Íslandi er nýgengið skráð 17,85 og er hvergi lægra.

Stofnunin uppfærir á hverjum fimmtudegi kort sem sýnir nýgengi COVID-19 smita í Evrópu og er græni liturinn til marks um að 14 daga nýgengi smita sé minna en 25 smit á hverja 100.000 íbúa.

Stærstur hluti Finnlands er einnig grænt, ef frá er talinn syðsti hluti landsins. Norðurhluti Noregs er einnig grænn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×