„Er lánið þitt ólán?“ spyrja Neytendasamtökin og hyggjast stefna bönkunum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 19. maí 2021 06:47 Neytendasamtökin meta skilmála lánanna ólöglega. Vísir „Er lánið þitt ólöglegt? Aukum gagnsæi lána!“ segir á nýrri vefsíðu Neytendasamtakanna sem opnaði í morgun. Þar er greint frá því að samtökin hyggist stefna bönkunum og leiti að lántökum til að fara með mál sín fyrir dóm. „Hefur þú tekið lán með breytilegum vöxtum? Fjölmargir dómar og úrskurðir hafa fallið á sama veg: Lán með breytilegum vöxtum standast ekki lög,“ segir á vaxtamalid.is. „Þú gætir átt kröfu um endurgreiðslu... ef þú tekur þátt.“ Neytendasamtökin hafa samið við Lögfræðistofu Reykjavíkur um að meta réttarstöðu fólks, reikna kröfur og senda kröfubréf til lánafyrirtækja. Þá mun stofan veita ráðgjöf um fyrningar ef þörf krefur og sjá um uppgjör á grundvelli fyrirliggjandi dóma þegar niðurstaða liggur fyrir. Á vaxtamalid.is má skrá sig til þátttöku en þar er einnig að finna leiðbeiningar fyrir þá sem vilja sækja rétt sinn á eigin spýtur. Þeir sem velja að taka þátt í málaferlum Neytendasamtakanna greiða ekkert gjald fyrir lögmannsþjónustuna nema árangur náist í innheimtu. „Neytendasamtökin munu fara með a.m.k. þrjú mál fyrir dóm, til að fá niðurstöðu og fordæmi fyrir önnur lán með breytilegum vöxtum. Bönkunum verður stefnt til ógildingar skilmálanna og endurgreiðslu ofgreiddra vaxta til fjölda ára. Ef málin vinnast gæti endurgreiðsla hlaupið á mörg hundruð þúsundum króna fyrir hvert lán, jafnvel milljónum. Með þátttöku tryggir þú eins og frekast er unnt að þú glatir ekki rétti þínum. En bara ef þú bregst við og gerir kröfu á lánastofnun þína,“ segir á vefsíðunni. Þar segir einnig að það sé mat Neytendasamtakanna að skilmálar velflestra lána með breytilegum vöxtum séu ólöglegir. Ákvarðanir um vaxtabreytingar séu verulega matskenndar og byggist á óskýrum skilmálum. Ekki sé hægt að sannreyna hvort þær séu réttmætar. Íslenskir bankar Húsnæðismál Neytendur Mest lesið „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Viðskipti innlent Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Viðskipti innlent Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli Viðskipti innlent Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Viðskipti innlent Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Viðskipti innlent „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Hvar er opið um páskana? Spotify liggur niðri Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Tvö apótek sögðu pass við verðlagseftirlitið Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Rangt að plástrarnir geti læknað sjúkleika eða röskun á líffærastarfsemi Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Sjá meira
„Hefur þú tekið lán með breytilegum vöxtum? Fjölmargir dómar og úrskurðir hafa fallið á sama veg: Lán með breytilegum vöxtum standast ekki lög,“ segir á vaxtamalid.is. „Þú gætir átt kröfu um endurgreiðslu... ef þú tekur þátt.“ Neytendasamtökin hafa samið við Lögfræðistofu Reykjavíkur um að meta réttarstöðu fólks, reikna kröfur og senda kröfubréf til lánafyrirtækja. Þá mun stofan veita ráðgjöf um fyrningar ef þörf krefur og sjá um uppgjör á grundvelli fyrirliggjandi dóma þegar niðurstaða liggur fyrir. Á vaxtamalid.is má skrá sig til þátttöku en þar er einnig að finna leiðbeiningar fyrir þá sem vilja sækja rétt sinn á eigin spýtur. Þeir sem velja að taka þátt í málaferlum Neytendasamtakanna greiða ekkert gjald fyrir lögmannsþjónustuna nema árangur náist í innheimtu. „Neytendasamtökin munu fara með a.m.k. þrjú mál fyrir dóm, til að fá niðurstöðu og fordæmi fyrir önnur lán með breytilegum vöxtum. Bönkunum verður stefnt til ógildingar skilmálanna og endurgreiðslu ofgreiddra vaxta til fjölda ára. Ef málin vinnast gæti endurgreiðsla hlaupið á mörg hundruð þúsundum króna fyrir hvert lán, jafnvel milljónum. Með þátttöku tryggir þú eins og frekast er unnt að þú glatir ekki rétti þínum. En bara ef þú bregst við og gerir kröfu á lánastofnun þína,“ segir á vefsíðunni. Þar segir einnig að það sé mat Neytendasamtakanna að skilmálar velflestra lána með breytilegum vöxtum séu ólöglegir. Ákvarðanir um vaxtabreytingar séu verulega matskenndar og byggist á óskýrum skilmálum. Ekki sé hægt að sannreyna hvort þær séu réttmætar.
Íslenskir bankar Húsnæðismál Neytendur Mest lesið „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Viðskipti innlent Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Viðskipti innlent Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli Viðskipti innlent Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Viðskipti innlent Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Viðskipti innlent „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Hvar er opið um páskana? Spotify liggur niðri Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Tvö apótek sögðu pass við verðlagseftirlitið Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Rangt að plástrarnir geti læknað sjúkleika eða röskun á líffærastarfsemi Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Sjá meira
Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Viðskipti innlent
Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Viðskipti innlent