Erlent

Ís­land á­fram gult og staðan enn verst á Kýpur

Atli Ísleifsson skrifar
Einu grænu svæðin á korti Sóttvarnastofnunar er nú að finna í norðurhluta Noregs og Finnlandi.
Einu grænu svæðin á korti Sóttvarnastofnunar er nú að finna í norðurhluta Noregs og Finnlandi. ECDC

Ísland er áfram flokkað sem gult ríki á uppfærðu korti Sóttvarnastofnunar Evrópu sem segir til um stöðuna á hverju ríki vegna kórónuveirufaraldursins. Uppfært kort var birt í gær.

Kýpur er sem fyrr með langhæsta nýgengi smita í þeim ríkjum þar sem Sóttvarnastofnun kannar stöðuna, 1.145,38 á hverja 100 þúsund íbúa síðustu fjórtán dögum. Þar á eftir fylgja Svíþjóð (691,52), Króatía (673,26) og Holland (606,99).

Á Íslandi er nýgengið skráð 42,29 og er hvergi lægra.

Sé litið til annarra Norðurlanda þá er nýgengi smita 55,35 í Finnlandi, 111,0 í Noregi og 176,87 í Danmörku.

Einu grænu svæðin á korti Sóttvarnastofnunar er nú að finna í norðurhluta Noregs og Finnlandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×