Viðskipti innlent

Guð­jón ráðinn birtinga­stjóri

Atli Ísleifsson skrifar
Guðjón A. Guðmundsson.
Guðjón A. Guðmundsson. Datera

Guðjón A. Guðmundsson hefur verið ráðinn í starf birtingastjóra birtingafyrirtækisins Datera. Hann hefur starfað sem framkvæmdastjóri VERT markaðsstofu síðustu ár.

Í tilkynningu frá Datera segir að helstu verkefni Guðjóns verði að veita ráðgjöf og stýra birtingum á innlendum miðlum auk þess að hámarka árangur með samþættingu við erlenda miðla.

„Guðjón hefur víðtæka reynslu af markaðs- og birtingastörfum og hefur sinnt verkefnum fyrir fjölda fyrirtækja á síðustu árum. Þar má t.a.m. nefna Ora, Opin Kerfi, Lýsi, Svefn & heilsu, Fjarðarkaup, Freyju og Kynnisferðir. Síðastliðin sex ár starfaði Guðjón hjá VERT markaðsstofu, fyrst um sinn sem birtingastjóri en síðustu ár gegndi hann stöðu framkvæmdastjóra. Áður starfaði hann sem birtingaráðgjafi fyrir Bestun Birtingahús og á fyrirtækjasviði Pennans Eymundsson.

Guðjón lauk MS gráðu í viðskiptafræði með áherslu á markaðsfræði og alþjóðaviðskipti frá Háskóla Íslands og BSc gráðu í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík,“ segir í tilkynningunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×