ESB: Við bönnuðum ykkur ekki að borða Cocoa Puffs og Lucky Charms Eiður Þór Árnason skrifar 19. apríl 2021 15:44 Evrópusambandið segir niðurstöðuna að hluta liggja í leyndarhyggju framleiðandans. Mörgum brá í brún um síðustu mánaðamót þegar þær fréttir bárust að morgunkornið Cocoa Puffs og Lucky Charms yrði brátt ófáanlegt á Íslandi. Fregnirnar vöktu mikla athygli og sátu margir aðdáendur hins vinsæla morgunkorns eftir með sárt ennið eða byrjuðu að hamstra vörurnar í stórum stíl. Að sögn innflutningsaðilans Nathan & Olsen er skýringin sú að bandaríski framleiðandinn General Mills hafi nýlega upplýst að ný uppskrift samræmdist ekki Evrópulöggjöf sem Ísland hafi innleitt í gegnum EES-samninginn. Í kjölfarið bar á því að sárir aðdáendur beindu óánægju sinni í átt Evrópusambandinu (ESB) og sögðu bera ábyrgð á því að þeir þurfi nú að taka upp breyttar morgunvenjur. ESB tekur þetta ekki í mál og vísar ásökununum til föðurhúsanna. Ekki horfa á okkur „Að gefnu tilefni: ESB bannaði Íslendingum ekki að borða Cocoa Puffs og Lucky Charms um daginn! Framleiðandinn sjálfur ákvað víst að bæta litarefni út í uppskriftina, þannig að það brýtur heilbrigðisreglur,“ segir í Facebook-færslu sendinefndar ESB á Íslandi. „Efnið er sagt vera „náttúrulegt litarefni“ en það mun vera leyndarmál hvað það heitir eða hvort það átti að setja svo mikið af því í uppskriftina að hættulegt teljist. Við vitum bara að fyrirtækið ákvað að hætta að framleiða fyrir Íslendinga.“ Í áðurnefndri tilkynningu frá Nathan & Olsen sagði að Evrópulöggjöf sem hafi verið innleidd hér á landi geti verið „hamlandi þegar kemur að því að bjóða neytendum fjölbreytt úrval af bandarískum vörum.“ ESB virðist ekki gefa mikið fyrir þessa skýringu og enda fulltrúar þess tilsvarið á því að segjast vera stolt af því að vera með framsæknar heilbrigðisreglur. „Ekki síst ef þær eru metnaðarfyllri en á öðrum mörkuðum.“ Að gefnu tilefni: ESB bannaði Íslendingum ekki að borða Cocoa Puffs og Lucky Charms um daginn! Framleiðandinn sjálfur...Posted by ESB - Evrópusambandið á Íslandi / European Union in Iceland on Monday, April 19, 2021 Matvælaframleiðsla Evrópusambandið Neytendur Mest lesið Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent 43 ára kvikmyndasaga kvödd Lífið samstarf Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Klara á Kanarí: „Fólk kom með ferðatöskur af saltfiski og seldi“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Vara við súkkulaðirúsínum Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman „Algjört siðleysi“ Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur eigi meira inni Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Vesturbæingar sólgnir í ís en Hafnfirðingar fara oftast í bíó Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Fær íshellaferð ekki endurgreidda Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Sjá meira
Að sögn innflutningsaðilans Nathan & Olsen er skýringin sú að bandaríski framleiðandinn General Mills hafi nýlega upplýst að ný uppskrift samræmdist ekki Evrópulöggjöf sem Ísland hafi innleitt í gegnum EES-samninginn. Í kjölfarið bar á því að sárir aðdáendur beindu óánægju sinni í átt Evrópusambandinu (ESB) og sögðu bera ábyrgð á því að þeir þurfi nú að taka upp breyttar morgunvenjur. ESB tekur þetta ekki í mál og vísar ásökununum til föðurhúsanna. Ekki horfa á okkur „Að gefnu tilefni: ESB bannaði Íslendingum ekki að borða Cocoa Puffs og Lucky Charms um daginn! Framleiðandinn sjálfur ákvað víst að bæta litarefni út í uppskriftina, þannig að það brýtur heilbrigðisreglur,“ segir í Facebook-færslu sendinefndar ESB á Íslandi. „Efnið er sagt vera „náttúrulegt litarefni“ en það mun vera leyndarmál hvað það heitir eða hvort það átti að setja svo mikið af því í uppskriftina að hættulegt teljist. Við vitum bara að fyrirtækið ákvað að hætta að framleiða fyrir Íslendinga.“ Í áðurnefndri tilkynningu frá Nathan & Olsen sagði að Evrópulöggjöf sem hafi verið innleidd hér á landi geti verið „hamlandi þegar kemur að því að bjóða neytendum fjölbreytt úrval af bandarískum vörum.“ ESB virðist ekki gefa mikið fyrir þessa skýringu og enda fulltrúar þess tilsvarið á því að segjast vera stolt af því að vera með framsæknar heilbrigðisreglur. „Ekki síst ef þær eru metnaðarfyllri en á öðrum mörkuðum.“ Að gefnu tilefni: ESB bannaði Íslendingum ekki að borða Cocoa Puffs og Lucky Charms um daginn! Framleiðandinn sjálfur...Posted by ESB - Evrópusambandið á Íslandi / European Union in Iceland on Monday, April 19, 2021
Matvælaframleiðsla Evrópusambandið Neytendur Mest lesið Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent 43 ára kvikmyndasaga kvödd Lífið samstarf Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Klara á Kanarí: „Fólk kom með ferðatöskur af saltfiski og seldi“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Vara við súkkulaðirúsínum Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman „Algjört siðleysi“ Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur eigi meira inni Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Vesturbæingar sólgnir í ís en Hafnfirðingar fara oftast í bíó Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Fær íshellaferð ekki endurgreidda Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Sjá meira