Innlent

Von á nýjum tölum um hraunflæðið í dag

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Hraunbreiðan stækkar hægt og bítandi.
Hraunbreiðan stækkar hægt og bítandi. Vísir/Vilhelm

Vísindamenn á vegum Háskóla Íslands og Náttúrufræðistofnunar flugu yfir gosstöðvarnar í Fagradalsfjalli í gær og gerðu mælingar. Von er á nýjum tölum um hraunflæði, rúmmál og flatarmál síðar í dag.

Í dag og á morgun er spáð suðlægum og suðvestlægum áttum og samkvæmt gasmengunarspá Veðurstofu Íslands gæti gasmengun borist yfir höfuðborgarsvæðið.

Helga Ívarsdóttir veðurfræðingur segir veðrið hins vegar gjarnan óstöðugt í suðvestanátt og þá verði þéttni mengunarinnar síður veruleg. Hún segir því ekki útlit fyrir há gildi en hvetur fólk til að fylgjast með stöðu mála á vefsíðunni loftgæði.is.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×