Innlent

Svona var blaða­manna­fundurinn vegna hertra að­gerða innan­lands

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Rögnvaldur Ólafsson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Almannavörnum, Alma Möller landlæknir og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir eru mætt til fundarins. Von er á ráðherrum.
Rögnvaldur Ólafsson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Almannavörnum, Alma Möller landlæknir og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir eru mætt til fundarins. Von er á ráðherrum. Vísir/vilhelm

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra mun kynna hertar aðgerðir innanlands á blaðamannafundi í Hörpu klukkan 15. Vísir verður í beinni frá fundinum og hefst útsendingin klukkan 14:50.

Ríkisstjórnin er á fundi sem hófst í Ráðherrabústaðnum í Tjarnargötu klukkan 13.

Sautján greindust smitaðir innanlands í gær og voru þrír utan sóttkvíar. Svandís tjáði fréttastofu í aðdraganda ríkisstjórnarfundarins að grípa þyrfti til aðgerða.

Fundurinn verður í beinni útsendingu á Vísi, í sjónvarpinu á Stöð 2 Vísi og sömuleiðis í textalýsingu að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira
×