Viðskipti innlent

Hjör­var ráðinn yfir­maður í­þrótta­mála hjá Viaplay á Ís­landi

Atli Ísleifsson skrifar
Hjörvar Hafliðason.
Hjörvar Hafliðason. Viaplay

Hjörvar Hafliðason hefur verið ráðinn í nýja stöðu íþróttastjóra hjá Viaplay sport á Íslandi.

Í tilkynningu segir að hann muni sem slíkur bera ábyrgð á að Viaplay sé í fararbroddi á hágæða íþróttaumfjöllun á Íslandi, en veitan hóf göngu sína á Íslandi í maí síðastliðinn.

„Hjörvar hefur áralanga reynslu af því að stýra þáttagerð og miðlum sem sérhæfa sig í íþróttum og var um tíma yfirmaður íþróttamála hjá 365 miðlum, ásamt því að hafa verið í fararbroddi í þróun nýrra leiða til að miðla íþróttaefni, hlaðvarp hans Dr. Football er mest sótta hlaðvarp um íþróttir á Íslandi,“ segir í tilkynningunni.

Hjörvar að undanförnu starfað sem sérfræðingur Stöðvar 2 Sport um Meistaradeildina og innlendan fótbolta.


Tengdar fréttir

Á­litu sænskar leik­lýsingar ó­lík­legar til vin­sælda: Viaplay ýmist sögð ógn eða tímanna tákn

„Við höfum ekki keypt sýningarréttinn á leikjum íslenska landsliðsins til að fela þá fyrir íslensku þjóðinni, það væri einfaldlega heimskulegt,“ segir forstöðumaður íþrótta hjá NENT Group. Hinn danski Peter Nørrelund segist ekki geta beðið eftir því að faraldurinn endi svo hann geti sótt frændþjóð sína heim og hafið ráðningar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×