Sem lið getum við hámarkað árangurinn Samkaup 3. mars 2021 08:55 Gunnur Líf Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri mannauðssviðs Samkaupa Gunnur Líf Gunnarsdóttir hefur byggt upp velferðarþjónustu fyrir starfsfólk Samkaupa. Gunnur Líf Gunnarsdóttir er framkvæmdastjóri mannauðssviðs Samkaupa, en hún hóf störf hjá Samkaupum árið 2018, þá á nýstofnuðu mannauðssviði. Hún fékk tækifæri og frelsi til að byggja upp nýtt hlutverk og svið hjá fyrirtækinu sem hún segir hafa vera einstaka vegferð. Gunnur Líf er grunnskólakennari að mennt og lauk MBA gráðu frá Háskóla Íslands árið 2015. „Þessa dagana er ég að leggja áherslu á að hlúa vel að velferð okkar starfsfólks og liðsheildinni, því á þessum fordæmalausu tímum er mikið sem reiðir á framlínunni. Þann 1. september síðastliðinn fóru Samkaup af stað með velferðarþjónustu fyrir starfsfólkið sitt og hefur þjónustan mælst vel fyrir og er hreint út sagt einstakt. Svo eru alltaf mjög spennandi verkefni í vinnslu, þar á meðal leiðtogaþjálfun fyrir verslunarstjóra í samstarfi við Háskólann á Bifröst, en við höfum lagt miklar áherslu á menntun og fræðslu starfsfólks. Vinnumarkaðurinn er í stöðugri þróun og áherslur breytast. Það er því mikilvægt að fyrirtækin bjóði upp á réttu tækifærin og aðstæður fyrir starfsmenn til auka þekkingu sína og hæfni. Við teljum þetta ein besta leiðin til að auka möguleika á að þróast í starfi. Það að starfsmenn sjá þessa möguleika og geri það sem þeir geta til að halda í og auka áhugann á sínu starfi er mikilvægt því það að starfa við eitthvað sem við höfum áhuga á og að hafa góða hæfni og færni í starfi hefur heilmikil áhrif á starfsánægju. Þá settum við núna í desember í loftið Samkaup– verslun við hendina - app þar sem starfsmenn eru í lykilhlutverki í að fá appið og nýta það fyrst af öllum. Við bjóðum okkar fólki aukin fríðindi og vildarkjör sem eru heil mikil búbót fyrir allt okkar fólk. Við vonum að viðskiptavinir okkar taki eins vel í þá stafrænu vegferð sem við erum að fara í, eins og starfsfólkið okkar hefur nú þegar gert.“ Með 1400 starfsmenn víða um landið Samkaup er félag sem rekur 60 matvöruverlsanir undir hinum ýmsu vörumerkjum. „Samkaup rekur Nettó, Kjörbúðina, Krambúðina og Iceland út um allt Ísland. Hjá Samkaupum starfa um 1400 starfsmenn. Mjög fjölbreyttur hópur fólks, sem er á aldrinum frá fjórtán ára til áttræðs og frá 20 mismunandi þjóðernum. Meginþungi í stefnu Samkaupa til framtíðar er að vera með forskot í samkeppni á grundvelli mannauðs og fyrirtækjamenningar sem birtist í þekkingu, hæfni og einstakri þjónustu starfsfólks sem endurspeglar þá ímynd sem byggð er upp í öllum vörumerkjum Samkaupa. Það er ekki nógu oft sagt og skrifað, að mannauðurinn er öflugasta auðlindin sem fyrirtæki geta átt. Það ættu allir stjórnendur að hafa að leiðarljósi þegar þeir byggja upp og stuðla að auknum tækifærum fyrir starfsfólk, að hlúa vel að menningunni og starfsanda á hverjum stað fyrir sig.“ Hvenær hófu þið að nota HR Monitor? „Við höfum nýtt HR Monitor í eitt ár núna og hafa mælingarnar reynst okkur mjög vel. Við höfum sett mælingar í loftið annan hvern mánuð og nú þegar liðið er ár, er gaman að sjá hvernig hlutirnir þróast á jákvæðan hátt.“ Gott að vita sem mest um fyrirtækið Hvað kom í ljós áhugavert við mælingarnar? „Já, það er auðvita gaman þegar allt er að mælast vel en það sem er auðvita áhugavert er að þegar hlutir eru ekki að mælast eins vel, að við getum strax gripið inn í með stuðning og stundum sterkari aðgerðum. Skoðað hvað liggur að baki og aðstoðað viðkomandi stjórnanda áfram. Þá er áhugavert að sjá breytingar, þegar starfsánægja og heildarárangur fer upp á við og vita hvaða aðgerðir standa þar á bak við.“ Í HR Monitor er spurt út í líðan starfsmanna á vinnustað og ánægju með stjórnun, starfsanda, starfsþróun og spurt starfsfólk opinna spurninga. Með þeim hætti fær allt starfsfólk tækifæri til að gefa sínum yfirmanni endurgjöf, vinnustaðnum og starfsumhverfinu í heild sinni. Við höfum sett metnað okkar í að láta fólkinu okkar líða vel og því gríðarlega mikilvægt að hafa skýrar mælingar á bak við það, oftar en einu sinni á ári heldur að sjá raunverulega stöðu hverju sinni.“ Hvað gerið þið við niðurstöðu mælinga? „Farið er yfir niðurstöður mælinga með öllum stjórnendum eftir hverja mælingu. Þá er þróunin skoðuð og þegar við á, eru sett markmið til að vinna eftir áfram til að auka árangur og starfsánægju fólks.“ Gott að byggja á gögnum en ekki aðeins tilfinningum Gunnur segir margt hafa breyst í fyrirtækinu eftir að þau fóru að mæla. „Já, það er mjög mikilvægt að geta byggt á gögnum en ekki aðeins tilfinningu um hvernig hlutirnir eru að ganga. Samkaup er með yfir 60 starfsstöðvar og því lykilatriði að fá stöðuna á hverri starfsstöð fyrir sig og eins fyrir félagið í heild. Að geta tekið samtöl við fólkið okkar byggt á mælingum, sem eru í rauntíma, hefur reynst okkur mjög vel og svo að sjá þegar gripið er inn í, hvernig mælingin styður við þróunina.“ Áttu góða sögu af þér tengt HR Monitor? „Ætli það sé ekki það skemmtilegasta við mælingarnar er þegar hrósin skína í gegn og sjá hve þétt Samkaupaliðið er í heild. Í lok hverrar mælingar er opin spurning og þá koma oft flottar hugmyndir frá fólkinu okkar. Við höfum nú þegar tekið þessar hugmyndir sem koma frá starfsfólkinu og sett í framkvæmd.“ Gunnur segir ekki margt koma á óvart tengt mælingunum, en það sé hinsvegar gott þegar þau sjá hversu margt styður við það sem þau eru að gera nú þegar. „Það var áhugavert að sjá þróunina í gegnum kórónuveiru tímann. Í mars og apríl hefur starfsánægja aldrei verið meiri, allir að leggjast saman á eitt og voru í þessu saman. Svo sjáum við að fólk var orðið þreytt þegar fyrsta bylgja var yfirstaðin og þá gripum við inn í með seinni aðgerðapakka vegna ástandsins og hvöttum allt okkar fólk að taka sumarfrí.“ Gunnur er á því að hver og einn viti sína eigin styrkleika og veikleika best sjálfir. „Þó við séum misgóð í að viðurkenna þá fyrir öðrum. Við getum oft verið fljót að dæma annað fólk, en hins vegar er það ekki alltaf rétt mat og vantar jafnvel betri gögn á bak við það mat. Ég tel að þeir leiðtogar sem skara fram úr, vinna sterkt með sína styrkleika og bæta inn í liðið sitt þeim styrkleikum sem togast á við þeirra veikleika. Það er nefnilega svo merkilegt að enginn gerir eitthvað einn, en sem lið er hægt að hámarka árangur.“ Mannauðsmál Heilsa Mest lesið Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus Neytendur Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Viðskipti innlent Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Samstarf ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Neytendur Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Neytendur Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Neytendur Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Viðskipti erlent Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Atvinnulíf Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Viðskipti innlent Verðhækkunin nemi ekki því sem Nói Síríus fái á sig Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Þola gluggarnir þínir íslenskt veðurfar? Greiðsluáskorun Eini sjö sæta rafbíllinn frá Peugot Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Sjá meira
Gunnur Líf Gunnarsdóttir er framkvæmdastjóri mannauðssviðs Samkaupa, en hún hóf störf hjá Samkaupum árið 2018, þá á nýstofnuðu mannauðssviði. Hún fékk tækifæri og frelsi til að byggja upp nýtt hlutverk og svið hjá fyrirtækinu sem hún segir hafa vera einstaka vegferð. Gunnur Líf er grunnskólakennari að mennt og lauk MBA gráðu frá Háskóla Íslands árið 2015. „Þessa dagana er ég að leggja áherslu á að hlúa vel að velferð okkar starfsfólks og liðsheildinni, því á þessum fordæmalausu tímum er mikið sem reiðir á framlínunni. Þann 1. september síðastliðinn fóru Samkaup af stað með velferðarþjónustu fyrir starfsfólkið sitt og hefur þjónustan mælst vel fyrir og er hreint út sagt einstakt. Svo eru alltaf mjög spennandi verkefni í vinnslu, þar á meðal leiðtogaþjálfun fyrir verslunarstjóra í samstarfi við Háskólann á Bifröst, en við höfum lagt miklar áherslu á menntun og fræðslu starfsfólks. Vinnumarkaðurinn er í stöðugri þróun og áherslur breytast. Það er því mikilvægt að fyrirtækin bjóði upp á réttu tækifærin og aðstæður fyrir starfsmenn til auka þekkingu sína og hæfni. Við teljum þetta ein besta leiðin til að auka möguleika á að þróast í starfi. Það að starfsmenn sjá þessa möguleika og geri það sem þeir geta til að halda í og auka áhugann á sínu starfi er mikilvægt því það að starfa við eitthvað sem við höfum áhuga á og að hafa góða hæfni og færni í starfi hefur heilmikil áhrif á starfsánægju. Þá settum við núna í desember í loftið Samkaup– verslun við hendina - app þar sem starfsmenn eru í lykilhlutverki í að fá appið og nýta það fyrst af öllum. Við bjóðum okkar fólki aukin fríðindi og vildarkjör sem eru heil mikil búbót fyrir allt okkar fólk. Við vonum að viðskiptavinir okkar taki eins vel í þá stafrænu vegferð sem við erum að fara í, eins og starfsfólkið okkar hefur nú þegar gert.“ Með 1400 starfsmenn víða um landið Samkaup er félag sem rekur 60 matvöruverlsanir undir hinum ýmsu vörumerkjum. „Samkaup rekur Nettó, Kjörbúðina, Krambúðina og Iceland út um allt Ísland. Hjá Samkaupum starfa um 1400 starfsmenn. Mjög fjölbreyttur hópur fólks, sem er á aldrinum frá fjórtán ára til áttræðs og frá 20 mismunandi þjóðernum. Meginþungi í stefnu Samkaupa til framtíðar er að vera með forskot í samkeppni á grundvelli mannauðs og fyrirtækjamenningar sem birtist í þekkingu, hæfni og einstakri þjónustu starfsfólks sem endurspeglar þá ímynd sem byggð er upp í öllum vörumerkjum Samkaupa. Það er ekki nógu oft sagt og skrifað, að mannauðurinn er öflugasta auðlindin sem fyrirtæki geta átt. Það ættu allir stjórnendur að hafa að leiðarljósi þegar þeir byggja upp og stuðla að auknum tækifærum fyrir starfsfólk, að hlúa vel að menningunni og starfsanda á hverjum stað fyrir sig.“ Hvenær hófu þið að nota HR Monitor? „Við höfum nýtt HR Monitor í eitt ár núna og hafa mælingarnar reynst okkur mjög vel. Við höfum sett mælingar í loftið annan hvern mánuð og nú þegar liðið er ár, er gaman að sjá hvernig hlutirnir þróast á jákvæðan hátt.“ Gott að vita sem mest um fyrirtækið Hvað kom í ljós áhugavert við mælingarnar? „Já, það er auðvita gaman þegar allt er að mælast vel en það sem er auðvita áhugavert er að þegar hlutir eru ekki að mælast eins vel, að við getum strax gripið inn í með stuðning og stundum sterkari aðgerðum. Skoðað hvað liggur að baki og aðstoðað viðkomandi stjórnanda áfram. Þá er áhugavert að sjá breytingar, þegar starfsánægja og heildarárangur fer upp á við og vita hvaða aðgerðir standa þar á bak við.“ Í HR Monitor er spurt út í líðan starfsmanna á vinnustað og ánægju með stjórnun, starfsanda, starfsþróun og spurt starfsfólk opinna spurninga. Með þeim hætti fær allt starfsfólk tækifæri til að gefa sínum yfirmanni endurgjöf, vinnustaðnum og starfsumhverfinu í heild sinni. Við höfum sett metnað okkar í að láta fólkinu okkar líða vel og því gríðarlega mikilvægt að hafa skýrar mælingar á bak við það, oftar en einu sinni á ári heldur að sjá raunverulega stöðu hverju sinni.“ Hvað gerið þið við niðurstöðu mælinga? „Farið er yfir niðurstöður mælinga með öllum stjórnendum eftir hverja mælingu. Þá er þróunin skoðuð og þegar við á, eru sett markmið til að vinna eftir áfram til að auka árangur og starfsánægju fólks.“ Gott að byggja á gögnum en ekki aðeins tilfinningum Gunnur segir margt hafa breyst í fyrirtækinu eftir að þau fóru að mæla. „Já, það er mjög mikilvægt að geta byggt á gögnum en ekki aðeins tilfinningu um hvernig hlutirnir eru að ganga. Samkaup er með yfir 60 starfsstöðvar og því lykilatriði að fá stöðuna á hverri starfsstöð fyrir sig og eins fyrir félagið í heild. Að geta tekið samtöl við fólkið okkar byggt á mælingum, sem eru í rauntíma, hefur reynst okkur mjög vel og svo að sjá þegar gripið er inn í, hvernig mælingin styður við þróunina.“ Áttu góða sögu af þér tengt HR Monitor? „Ætli það sé ekki það skemmtilegasta við mælingarnar er þegar hrósin skína í gegn og sjá hve þétt Samkaupaliðið er í heild. Í lok hverrar mælingar er opin spurning og þá koma oft flottar hugmyndir frá fólkinu okkar. Við höfum nú þegar tekið þessar hugmyndir sem koma frá starfsfólkinu og sett í framkvæmd.“ Gunnur segir ekki margt koma á óvart tengt mælingunum, en það sé hinsvegar gott þegar þau sjá hversu margt styður við það sem þau eru að gera nú þegar. „Það var áhugavert að sjá þróunina í gegnum kórónuveiru tímann. Í mars og apríl hefur starfsánægja aldrei verið meiri, allir að leggjast saman á eitt og voru í þessu saman. Svo sjáum við að fólk var orðið þreytt þegar fyrsta bylgja var yfirstaðin og þá gripum við inn í með seinni aðgerðapakka vegna ástandsins og hvöttum allt okkar fólk að taka sumarfrí.“ Gunnur er á því að hver og einn viti sína eigin styrkleika og veikleika best sjálfir. „Þó við séum misgóð í að viðurkenna þá fyrir öðrum. Við getum oft verið fljót að dæma annað fólk, en hins vegar er það ekki alltaf rétt mat og vantar jafnvel betri gögn á bak við það mat. Ég tel að þeir leiðtogar sem skara fram úr, vinna sterkt með sína styrkleika og bæta inn í liðið sitt þeim styrkleikum sem togast á við þeirra veikleika. Það er nefnilega svo merkilegt að enginn gerir eitthvað einn, en sem lið er hægt að hámarka árangur.“
Mannauðsmál Heilsa Mest lesið Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus Neytendur Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Viðskipti innlent Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Samstarf ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Neytendur Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Neytendur Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Neytendur Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Viðskipti erlent Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Atvinnulíf Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Viðskipti innlent Verðhækkunin nemi ekki því sem Nói Síríus fái á sig Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Þola gluggarnir þínir íslenskt veðurfar? Greiðsluáskorun Eini sjö sæta rafbíllinn frá Peugot Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Sjá meira