Innlent

Tveir veitingastaðir eiga mögulega von á sektum

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Tveir staðir gerðust sekir um brot á sóttvarnareglum.
Tveir staðir gerðust sekir um brot á sóttvarnareglum. Vísir/Vilhelm

Einn veitingastaður má búast við kæru fyrir brot á sóttvarnalögum annars vegar og brot á lögum um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald annars vegar. Annar veitingstaður verður hugsanlega kærður fyrir brot á sóttvarnalögum.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglu.

Báðir staðirnir eiga sameiginlegt að of margir gestir voru samankomnir þegar lögreglu bar að garði í gærkvöldi, þegar farið var í skipulegt veitingahúsaeftirlit í miðborginni.

„Eftirlit var haft með hámarki gesta í hverju rými, svæðisskiptingu, að afgreitt væri í sæti og hvort farið væri eftir því að hleypt yrði ekki inn nýjum viðskiptavinum eftir kl. 21:00. Þá var eftirlit eftir kl. 22:00 með lokun skemmtistaða í miðbænum,“ segir í dagbókinni.

Þá var ítrekað við starfsfólk að gestir veitingastaða ættu að vera farnir út kl. 22.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×