Neytendur

Kiwisun bannað að birta ó­sannindi um virkni ljósa­bekkja

Atli Ísleifsson skrifar
Í kynningum sólbaðsstofunnar var fullyrt að 3UV ljós í ljósabekkjum stofunnar verndi húðina gegn bruna, auki endorfín og hjálpi til við að jafna húðina. Myndin er úr safni og tengist fréttinni ekki beint.
Í kynningum sólbaðsstofunnar var fullyrt að 3UV ljós í ljósabekkjum stofunnar verndi húðina gegn bruna, auki endorfín og hjálpi til við að jafna húðina. Myndin er úr safni og tengist fréttinni ekki beint. Getty

Neytendastofa hefur því bannað sólbaðsstofunni Kiwisun, sem til húsa í Borgartúni, að birta ákveðnar fullyrðingar, sem taldar eru ýmist rangar eða ósannaðar, um virkni ljósabekkja fyrirtækisins í kynningum.

Þetta kemur fram í ákvörðun Neytendastofu sem birt er í dag. Í kynningum sólbaðsstofunnar var fullyrt að 3UV ljós í ljósabekkjum stofunnar verndi húðina gegn bruna, auki endorfín og hjálpi til við að jafna húðina.

„Einnig kom fram að 3UV ljósin veiti meira D-vítamín auk þess sem græni liturinn á ljósinu geti dregið úr streitu og veiti þannig afslöppun og hugarróandi reynslu.

Í svörum Kiwisun kom fram að félagið væri ekki að fullyrða neitt sem ekki hafi áður verið rannsakað og sannað. Fullyrðingar um upplifun af græna ljósinu byggi auk þess á reynslu viðskiptavina félagsins. Svörunum fylgdu þó engin gögn til staðfestingar fullyrðingunum.

Komst Neytendastofa að þeirri niðurstöðu að ekki væri tilefni til aðgerða vegna fullyrðingar um að 3UV ljós geti leitt til aukinnar framleiðni D-vítamíns í líkamanum. Aðrar fullyrðingar félagsins taldi Neytendastofa ósannaðar og veita rangar upplýsingar um helstu einkenni þjónustunnar.

Neytendastofa hefur því bannað Kiwisun að birta fullyrðingarnar,“ segir á vef Neytendastofu.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×