Viðskipti innlent

Hafrannsóknastofnun leggur til tvöföldun loðnukvótans

Kristján Már Unnarsson skrifar
Rannsóknaskipið Árni Friðriksson bakkar frá bryggju í Hafnarfirði. Höfuðstöðvar Hafrannsóknastofnunar eru í litskrúðuga húsinu vinstra megin.
Rannsóknaskipið Árni Friðriksson bakkar frá bryggju í Hafnarfirði. Höfuðstöðvar Hafrannsóknastofnunar eru í litskrúðuga húsinu vinstra megin. Egill Aðalsteinsson

Hafrannsóknastofnun birti nú í kvöld nýja ráðgjöf á loðnuveiðar á grundvelli þeirra upplýsinga sem fengust úr loðnuleitinni í síðustu viku. Samkvæmt henni ráðleggur stofnunin að loðnukvótinn rétt rúmlega tvöfaldist, hækki úr 61 þúsund tonnum, sem áður var búið að gefa út, upp í 127.300 tonn.

Vegna milliríkjasamninga áttu íslensk skip aðeins rétt á um þriðjungi af upphaflegum kvóta en fá hins vegar að öllum líkindum um 75 prósent af því sem bætist við. Þetta þýðir að kvóti íslensku skipanna hækkar úr um 20 þúsund tonnum upp í um 70 þúsund tonn.

Hér má sjá fréttatilkynningu Hafrannsóknastofnunar.


Tengdar fréttir

Fyrstu loðnunni landað á Íslandi eftir þriggja ára hlé

Grænlenska skipið Polar Amaroq landaði tæplega 700 tonnum af frystri loðnu á Eskifirði um helgina. Þessi loðnulöndun markar tímamót því hún er sú fyrsta hér á landi í tæplega þrjú ár. Loðnan veiddist úr kvóta Grænlendinga á Íslandsmiðum.

Fundu loðnu mjög víða við landgrunnsbrúnina

Umfangsmestu loðnuleit til þessa á Íslandsmiðum lýkur í kvöld þegar rannsóknarskipið Árni Friðriksson klárar síðasta leitarlegg sinn á Víkurál, syðst á Vestfjarðamiðum, djúpt vestur af Kollsvík. Tvö rannsóknaskip Hafrannsóknastofnunar og sex fiskiskip frá útgerðum stefna síðan öll til lands og tvö þegar lögst að bryggju.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×