Eigendur inneignarnóta muni líklega sitja eftir með sárt ennið Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. febrúar 2021 15:24 Verslun Geysis við Skólavörðustíg 12. Vísir/vilhelm Eigendur inneignarnóta og gjafabréfa í verslanir Geysis, sem lokað var nú um mánaðamótin, munu líklega sitja eftir með sárt ennið, fari fyrirtækið í þrot. Fjölmargar fyrirspurnir hafa borist Neytendasamtökunum um málið en formaður samtakanna segir almennar kröfur í þrotabú því miður sjaldan fást greiddar. Ekki liggur fyrir á þessum tímapunkti hvort félagið sem rekur Geysisverslanirnar, auk fjölda minjagripaverslana í miðbæ Reykjavíkur, verði úrskurðað gjaldþrota. Starfsmannafundur sem haldinn var á mánudag gefur þó tilefni til að ætla að svo verði. Fram kemur í tilkynningu á vef Neytendasamtakanna að ef félagið fari í þrot þurfi eigendur inneignarnóta og gjafabréfa að lýsa kröfum í þrotabúið, sem verði þá að svokölluðum „almennum kröfum“ í búið. „Almennar kröfur fást því miður sjaldan greiddar þar sem þær fara aftast í kröfubunkann ef svo má orða. Því er ekki ólíklegt að eigendur inneignarnóta og gjafabréfa sitji eftir með sárt ennið og tapaðar kröfur,“ segir í tilkynningu samtakanna. „Við höfum fengið fjölmargar fyrirspurnir frá fólki sem á inneignarnótur eða gjafabréf,“ segir Breki Karlsson formaður Neytendasamtakanna í samtali við Vísi. Hann ítrekar það sem fram kemur í tilkynningunni; að þegar fyrirtæki fari á hausinn sé það því miður þannig að almennar kröfur mæti afgangi. Laun og önnur gjöld gangi fyrir. Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna.Vísir/vilhelm Verslun undir merkjum Geysis er enn rekin í Haukadal. Sú verslun er þó rekin af öðru félagi en í eigu sama eiganda. Breki segir að samtökunum hafi borist ábendingar um að inneignarnótur í hinar Geysisverslanirnar gildi ekki í Haukadal. Samtökunum hafi þó ekki tekist að sannreyna það. Samtökin benda jafnframt á það í tilkynningu að hafa beri í huga að fordæmi séu fyrir því að nýr rekstraraðili taki við inneignarnótum „og neytendur verði því ekki varir við eigendaskiptin.“ „Ekkert liggur fyrir um áframhaldandi rekstur verslana Geysis að svo stöddu, en rétt er að neytendur varðveiti nótur sínar á meðan málin skýrast,“ segir í tilkynningu. Frekari upplýsingar um skilarétt og inneignarnótur má nálgast hér. Neytendur Verslun Gjaldþrot Tengdar fréttir Andrúmsloftið þungt en engin dramatík Stéttarfélagið VR er nú með launamál um fjörutíu félagsmanna, sem áður voru starfsmenn Geysis, til meðferðar. Forstöðumaður kjaramálasviðs VR segir framhaldið nú velta á því hvenær félagið verði úrskurðað gjaldþrota. Andrúmsloftið á starfsmannafundi á mánudag hafi verið þungt. 3. febrúar 2021 16:41 Verslunum Geysis lokað og öllum sagt upp Verslanir Geysis voru lokaðar í gær á fyrsta degi febrúarmánaðar. Þá hefur öllu starfsfólki verið sagt upp störfum samkvæmt heimildum fréttastofu. Fyrirtækið hefur verið í rekstrarvanda vegna fárra ferðamanna í kórónuveirufaraldrinum. 2. febrúar 2021 10:45 Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Tuttugu tonn af íþróttanammi á sextíu dögum Komi á óvart hve lítið er keppt um lægsta verðið Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Íslendingar aldrei verið ferðaglaðari Tugir bíltegunda innkallaðir eftir 35 dauðsföll Súpan með pappírnum innkölluð Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ Olíufélögin hafi átt í samráði án þess að tala saman Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Vísar ásökunum um samráð á bug Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Gagnrýna seinagang olíufélaganna og ýja að samráði Grunur um listeríu í vinsælum ostum Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Rukkuð um sex þúsund kall eftir lagningu á Snæfellsnesi Sjá meira
Ekki liggur fyrir á þessum tímapunkti hvort félagið sem rekur Geysisverslanirnar, auk fjölda minjagripaverslana í miðbæ Reykjavíkur, verði úrskurðað gjaldþrota. Starfsmannafundur sem haldinn var á mánudag gefur þó tilefni til að ætla að svo verði. Fram kemur í tilkynningu á vef Neytendasamtakanna að ef félagið fari í þrot þurfi eigendur inneignarnóta og gjafabréfa að lýsa kröfum í þrotabúið, sem verði þá að svokölluðum „almennum kröfum“ í búið. „Almennar kröfur fást því miður sjaldan greiddar þar sem þær fara aftast í kröfubunkann ef svo má orða. Því er ekki ólíklegt að eigendur inneignarnóta og gjafabréfa sitji eftir með sárt ennið og tapaðar kröfur,“ segir í tilkynningu samtakanna. „Við höfum fengið fjölmargar fyrirspurnir frá fólki sem á inneignarnótur eða gjafabréf,“ segir Breki Karlsson formaður Neytendasamtakanna í samtali við Vísi. Hann ítrekar það sem fram kemur í tilkynningunni; að þegar fyrirtæki fari á hausinn sé það því miður þannig að almennar kröfur mæti afgangi. Laun og önnur gjöld gangi fyrir. Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna.Vísir/vilhelm Verslun undir merkjum Geysis er enn rekin í Haukadal. Sú verslun er þó rekin af öðru félagi en í eigu sama eiganda. Breki segir að samtökunum hafi borist ábendingar um að inneignarnótur í hinar Geysisverslanirnar gildi ekki í Haukadal. Samtökunum hafi þó ekki tekist að sannreyna það. Samtökin benda jafnframt á það í tilkynningu að hafa beri í huga að fordæmi séu fyrir því að nýr rekstraraðili taki við inneignarnótum „og neytendur verði því ekki varir við eigendaskiptin.“ „Ekkert liggur fyrir um áframhaldandi rekstur verslana Geysis að svo stöddu, en rétt er að neytendur varðveiti nótur sínar á meðan málin skýrast,“ segir í tilkynningu. Frekari upplýsingar um skilarétt og inneignarnótur má nálgast hér.
Neytendur Verslun Gjaldþrot Tengdar fréttir Andrúmsloftið þungt en engin dramatík Stéttarfélagið VR er nú með launamál um fjörutíu félagsmanna, sem áður voru starfsmenn Geysis, til meðferðar. Forstöðumaður kjaramálasviðs VR segir framhaldið nú velta á því hvenær félagið verði úrskurðað gjaldþrota. Andrúmsloftið á starfsmannafundi á mánudag hafi verið þungt. 3. febrúar 2021 16:41 Verslunum Geysis lokað og öllum sagt upp Verslanir Geysis voru lokaðar í gær á fyrsta degi febrúarmánaðar. Þá hefur öllu starfsfólki verið sagt upp störfum samkvæmt heimildum fréttastofu. Fyrirtækið hefur verið í rekstrarvanda vegna fárra ferðamanna í kórónuveirufaraldrinum. 2. febrúar 2021 10:45 Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Tuttugu tonn af íþróttanammi á sextíu dögum Komi á óvart hve lítið er keppt um lægsta verðið Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Íslendingar aldrei verið ferðaglaðari Tugir bíltegunda innkallaðir eftir 35 dauðsföll Súpan með pappírnum innkölluð Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ Olíufélögin hafi átt í samráði án þess að tala saman Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Vísar ásökunum um samráð á bug Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Gagnrýna seinagang olíufélaganna og ýja að samráði Grunur um listeríu í vinsælum ostum Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Rukkuð um sex þúsund kall eftir lagningu á Snæfellsnesi Sjá meira
Andrúmsloftið þungt en engin dramatík Stéttarfélagið VR er nú með launamál um fjörutíu félagsmanna, sem áður voru starfsmenn Geysis, til meðferðar. Forstöðumaður kjaramálasviðs VR segir framhaldið nú velta á því hvenær félagið verði úrskurðað gjaldþrota. Andrúmsloftið á starfsmannafundi á mánudag hafi verið þungt. 3. febrúar 2021 16:41
Verslunum Geysis lokað og öllum sagt upp Verslanir Geysis voru lokaðar í gær á fyrsta degi febrúarmánaðar. Þá hefur öllu starfsfólki verið sagt upp störfum samkvæmt heimildum fréttastofu. Fyrirtækið hefur verið í rekstrarvanda vegna fárra ferðamanna í kórónuveirufaraldrinum. 2. febrúar 2021 10:45
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“